Íslenski boltinn

Guðmundur Steinn í KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Steinn lék með Stjörnunni í tvö ár og varð bikarmeistari með liðinu.
Guðmundur Steinn lék með Stjörnunni í tvö ár og varð bikarmeistari með liðinu. vísir/daníel

Framherjinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson er genginn í raðir KA. Samningur hans við félagið gildir út tímabilið. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Guðmundur lék með Koblenz í þýsku D-deildinni í vetur. Hann var hjá Stjörnunni 2018 og 2019 og varð bikarmeistari með Garðabæjarliðinu á fyrra tímabili sínu hjá því.

Elfar Árni Aðalsteinsson, markahæsti leikmaður KA á síðasta tímabili, sleit krossband í hné í vetur og verður ekkert með í sumar. Guðmundi er ætlað að fylla skarð hans ásamt nígeríska framherjanum Jibril Aboubakar sem kom á láni frá Midtjylland í Danmörku.

Guðmundur er uppalinn hjá Val en hefur einnig leikið með HK, Víkingi Ó., Fram, ÍBV og Stjörnunni. Þá var hann eitt tímabil í herbúðum Notodden í Noregi.

Alls hefur Guðmundur leikið 128 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 28 mörk.

Guðmundur gæti leikið sinn fyrsta leik með KA á 31 árs afmælisdaginn sinn á sunnudaginn. KA sækir þá ÍA heim í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla.


Tengdar fréttir

Hafði gott af Hollandsdvölinni

Hallgrímur Mar Steingrímsson kemur vel undan dvöl í Hollandi í vetur. Hann segir að gott gengi undir lok síðasta tímabils gefi KA sjálfstraust fyrir sumarið. Hann kann litlar skýringar af hverju honum gengur betur á sunnudögum en öðrum dögum vikunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.