Enski boltinn

Segir Kouli­baly að snið­ganga United ef hann vill vinna eitt­hvað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það verður spennandi að sjá hvað Koulibaly gerir í sumar.
Það verður spennandi að sjá hvað Koulibaly gerir í sumar. vísir/getty

Kalidou Koulibaly, miðvörður Napoli, á að velja það að ganga í raðir Liverpool eða Chelsea, en ekki í raðir Manchester United, ef hann hefur áhuga á því að vinna einhverja bikara. Þetta segir Frank Leboeuf.

Kalidou Koulibaly mun að öllum líkindum yfirgefa Napoli í sumar en hann hefur verið orðaður við hin ýmis félög í Evrópu. Talið er að Napoli muni ekki selja hinn 28 ára gamla varnarmann fyrir minna en 89 milljónir punda.

Frank Leboeuf, sem lék með Chelsea lengst af og Strasbourg í Frakklandi og fyrrum franskur landsliðsmaður, er alveg viss um það hvað Koulibaly eigi að velja.

„Ég myndi aldrei ráðleggja honum að fara til Man. United af mörgum ástæðum. Ég vil að hann vinni eitthvað og ég held að Man. United sé ekki það félag sem þeir hafa verið og þeir eru ekki tilbúnir að vinna eitthvað,“ sagði hann í samtali við ESPN.

„Ég held að Liverpool væri góður staður með Van Dijk. Þeir yrðu frábærir. PSG líka með Marquinhos, þeir yrðu frábærir. Ég held líka að Chelsea þurfi leikmann eins og hann. Ég veit ekki hvort hann hefði áhuga á því en þrátt fyrir að þeir séu með tvo mjög góða miðverði þá finnst mér Koulibaly vera á öðru gæðastigi og myndi henta vel.“

„Ég veit að hann hefur verið orðaður við Liverpool og hann og Van Dijk í vörninni. Guð minn góður. Þá yrði það annað rautt tímabilið, myndi ég halda. Hann og Van Dijk yrðu besta miðvarðapar í heimi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×