Veður

Allt að 18 stiga hiti á landinu í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir hádegisbilið í dag.
Spákort Veðurstofunnar fyrir hádegisbilið í dag. Veðurstofa Íslands/Skjáskot

Í dag verður vestlæg eða breytileg átt, 3-8 metrar á sekúndu og skúrir. Léttskýjað verður austantil en rigning norðvestanlands. Þurrt verður að mestu í kvöld. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Þá verður hiti um 8 til 13 stig, en 13 til 18 stig á Norðaustur- og Austurlandi að deginum.

Veðurhorfur næstu daga, samkvæmt veðurstofu Íslands:

Miðvikudagur:

Breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum, en skýjað og sums staðar þokuloft austantil. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast norðanlands en svalast á Austfjörðum.

Fimmtudagur:

Suðvestan 5-13 m/s og dálítil væta, en þurrt á austanverðu landinu. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast norðaustantil.

Föstudagur og laugardagur:

Suðlæg og skýjað með köflum, en bjartviðri norðanlands. Hiti 10 til 22 stig að deginum, hlýjast á Norðausturlandi.

Sunnudagur og mánudagur:

Suðaustanátt, dálítil rigning um sunnan- og vestanvert landið en þurrt norðantil. Hlýtt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×