Atli Viðar: Held að KR-ingar eigi dálítið í land Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2020 16:00 Atli Viðar Björnsson spáir því að Víkingur hafi betur gegn KR í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en hann segir að Íslandsmeistararnir, KR, eigi smá í land og það sé vegna aldurs liðsins. Atli Viðar var í viðtali í Sportpakkanum þar sem hann fór yfir leik kvöldsins sem og stöðuna á Íslands- og bikarmeisturunum en flautað verður til leiks klukkan 19.15 í Vesturbænum í kvöld. „Ég held að við eigum von á flottum og skemmtilegum leik. Fyrir það fyrsta þá er þetta virðuleg keppni sem allir vilja vinna. KR-ingarnir þurfa að sýna okkur öllum; fólkinu sínu og sjálfum sér að þeir séu tilbúnir í deildina þegar hún hefst eftir rúma viku,“ sagði Atli Viðar. „Víkingar aftur á móti eru nýir í þessari baráttu. Þeir eru ekki vanir að vinna bikara og ég held að þetta verði alvöru leikur. Það verður mikið undir og bæði lið leggja mikið upp úr því að vinna.“ Atli Viðar sér Víkinga berjast í toppnum í sumar og það geri KR einnig en síðarnefnda liðið muni smátt og smátt verða betra eftir því sem líður á mótið. „Ég held að KR-ingar eigi dálítið í land og ég held að það helgist að því að liðið er eldra og þeir eru lengur að spila sig í takt eftir þetta langa hlé. Ég sá Víkinganna um daginn og þeir líta vel út. Það sem mér fannst helst hjá þeim var að þeir voru að detta út og gleyma sér í varnarleiknum. Þeir fá á sig tvö mörk eftir föst leikatriði gegn Stjörnunni sem var ólíkt þeim frá því í fyrra. Það eru smáatriði sem þeir þurfa að slípa til og þá verða þeir klárir í mótið.“ „Víkingur er klárlega með lið og hóp í það að berjast um titilinn. Ég held að það séu allar forsendur fyrir því að það sé skemmtilegt sumar framundan í Víkinni,“ sagði Atli Viðar sem spáði Víkingi sigri í leik kvöldsins. Leikur KR og Víkinga verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn KR Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira
Atli Viðar Björnsson spáir því að Víkingur hafi betur gegn KR í Meistarakeppni KSÍ í kvöld en hann segir að Íslandsmeistararnir, KR, eigi smá í land og það sé vegna aldurs liðsins. Atli Viðar var í viðtali í Sportpakkanum þar sem hann fór yfir leik kvöldsins sem og stöðuna á Íslands- og bikarmeisturunum en flautað verður til leiks klukkan 19.15 í Vesturbænum í kvöld. „Ég held að við eigum von á flottum og skemmtilegum leik. Fyrir það fyrsta þá er þetta virðuleg keppni sem allir vilja vinna. KR-ingarnir þurfa að sýna okkur öllum; fólkinu sínu og sjálfum sér að þeir séu tilbúnir í deildina þegar hún hefst eftir rúma viku,“ sagði Atli Viðar. „Víkingar aftur á móti eru nýir í þessari baráttu. Þeir eru ekki vanir að vinna bikara og ég held að þetta verði alvöru leikur. Það verður mikið undir og bæði lið leggja mikið upp úr því að vinna.“ Atli Viðar sér Víkinga berjast í toppnum í sumar og það geri KR einnig en síðarnefnda liðið muni smátt og smátt verða betra eftir því sem líður á mótið. „Ég held að KR-ingar eigi dálítið í land og ég held að það helgist að því að liðið er eldra og þeir eru lengur að spila sig í takt eftir þetta langa hlé. Ég sá Víkinganna um daginn og þeir líta vel út. Það sem mér fannst helst hjá þeim var að þeir voru að detta út og gleyma sér í varnarleiknum. Þeir fá á sig tvö mörk eftir föst leikatriði gegn Stjörnunni sem var ólíkt þeim frá því í fyrra. Það eru smáatriði sem þeir þurfa að slípa til og þá verða þeir klárir í mótið.“ „Víkingur er klárlega með lið og hóp í það að berjast um titilinn. Ég held að það séu allar forsendur fyrir því að það sé skemmtilegt sumar framundan í Víkinni,“ sagði Atli Viðar sem spáði Víkingi sigri í leik kvöldsins. Leikur KR og Víkinga verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00.
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn KR Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram Sjá meira