Íslenski boltinn

Vængir Júpiters og Hvíti Riddarinn áfram í bikarnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar
Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar vísir/vilhelm

Tveimur leikjum er lokið í 1.umferð Mjólkurbikars karla en leikið er út um allt land í bikarnum í dag.

Í Grafarvogi unnu Vængir Júpiters endurkomusigur gegn Knattspyrnufélagi Hlíðarenda.  Hlíðarendapiltar leiddu í leikhléi en heimamenn náðu að skjóta sér áfram með þremur mörkum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.

Í Mosfellsbæ sigraði Hvíti Riddarinn 2-1 gegn KFS en í Vesturbæ þurfti að framlengja þar sem 2.deildarliðin KV og Kári gerðu markalaust jafntefli.

Fréttin verður uppfærð með markaskorurum þegar þær upplýsingar berast.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.