6 dagar í Pepsi Max: Atli Guðna á hælum Gumma Ben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2020 10:00 Atli Guðnason hefur gefið 82 stoðsendingar og skorað 65 mörk í 274 leikjum í úrvalsdeild karla. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. FH-ingnum Atla Guðnasyni tókst ekki að gefa stoðsendingu í Pepsi Max deildinni í fyrrasumar en augun voru á Atla sem var farinn að nálgast Guðmund Benediktsson á toppi stoðsendingalistans. Guðmundur Benediktsson gaf 87 stoðsendingar í deildinni á sínum tíma og er áfram fimm stoðsendingum á undan Atla. Atli var búinn að gefa stoðsendingu á þrettán tímabilum í röð fyrir síðasta tímabil en náði ekki að leggja upp mark fyrir félaga sína í FH-liðinu í fyrra. Nú er spurningin hvort að Atli nái að nálgast metið í sumar en eftir samtals tvær stoðsendingar á síðustu tveimur tímabilum er metið hans Gumma Ben ekki í eins mikilli hættu og síðustu sumar. Það má þó ekki afskrifa Atla sem hefur gefið fimm stoðsendingar eða fleiri á níu tímabilum í efstu deild. Guðmundur Benediktsson er búinn að eiga metið í fjórtán ár eða síðan 11. september 2006 þegar hann komst fram úr Haraldi Ingólfssyni. Haraldur vann stoðsendingatitilinn fyrstu sex tímabilin sem stoðsendingar voru teknar saman í efstu deild karla. Guðmundur náði mest 28 stoðsendinga forskoti á listanum en þegar hann gaf sína 87. og síðustu stoðsendingu í deildinni sumarið 2009 var Haraldur Ingólfsson enn í öðru sæti með 59. Tryggvi Guðmundsson komst upp í annað sætið sumarið 2010 og minnkaði forskot Guðmundar á endanum í fjórtán stoðsendingar. Atli Guðnason tók síðan annað sætið af Tryggva á 2016 tímabilinu og minnkaði forskot í fimm þegar hann gaf sína síðustu stoðsendingu til þessa í leik á móti Val 23. september 2018. Flestar stoðsendingar í efstu deild karla: (Stoðsendingar hafa verið teknar saman frá 1992) 1. Guðmundur Benediktsson 87 2. Atli Guðnason 82 3. Tryggvi Guðmundsson 73 3. Ólafur Páll Snorrason 73 5. Óskar Örn Hauksson 64 6. Guðmundur Steinarsson 61 7. Haraldur Ingólfsson 59 8. Scott Mckenna Ramsay 56 9. Ingi Sigurðsson 53 10. Einar Þór Daníelsson 45 11. Kristinn Jónsson 41 12. Guðjón Pétur Lýðsson 40 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. FH-ingnum Atla Guðnasyni tókst ekki að gefa stoðsendingu í Pepsi Max deildinni í fyrrasumar en augun voru á Atla sem var farinn að nálgast Guðmund Benediktsson á toppi stoðsendingalistans. Guðmundur Benediktsson gaf 87 stoðsendingar í deildinni á sínum tíma og er áfram fimm stoðsendingum á undan Atla. Atli var búinn að gefa stoðsendingu á þrettán tímabilum í röð fyrir síðasta tímabil en náði ekki að leggja upp mark fyrir félaga sína í FH-liðinu í fyrra. Nú er spurningin hvort að Atli nái að nálgast metið í sumar en eftir samtals tvær stoðsendingar á síðustu tveimur tímabilum er metið hans Gumma Ben ekki í eins mikilli hættu og síðustu sumar. Það má þó ekki afskrifa Atla sem hefur gefið fimm stoðsendingar eða fleiri á níu tímabilum í efstu deild. Guðmundur Benediktsson er búinn að eiga metið í fjórtán ár eða síðan 11. september 2006 þegar hann komst fram úr Haraldi Ingólfssyni. Haraldur vann stoðsendingatitilinn fyrstu sex tímabilin sem stoðsendingar voru teknar saman í efstu deild karla. Guðmundur náði mest 28 stoðsendinga forskoti á listanum en þegar hann gaf sína 87. og síðustu stoðsendingu í deildinni sumarið 2009 var Haraldur Ingólfsson enn í öðru sæti með 59. Tryggvi Guðmundsson komst upp í annað sætið sumarið 2010 og minnkaði forskot Guðmundar á endanum í fjórtán stoðsendingar. Atli Guðnason tók síðan annað sætið af Tryggva á 2016 tímabilinu og minnkaði forskot í fimm þegar hann gaf sína síðustu stoðsendingu til þessa í leik á móti Val 23. september 2018. Flestar stoðsendingar í efstu deild karla: (Stoðsendingar hafa verið teknar saman frá 1992) 1. Guðmundur Benediktsson 87 2. Atli Guðnason 82 3. Tryggvi Guðmundsson 73 3. Ólafur Páll Snorrason 73 5. Óskar Örn Hauksson 64 6. Guðmundur Steinarsson 61 7. Haraldur Ingólfsson 59 8. Scott Mckenna Ramsay 56 9. Ingi Sigurðsson 53 10. Einar Þór Daníelsson 45 11. Kristinn Jónsson 41 12. Guðjón Pétur Lýðsson 40
Flestar stoðsendingar í efstu deild karla: (Stoðsendingar hafa verið teknar saman frá 1992) 1. Guðmundur Benediktsson 87 2. Atli Guðnason 82 3. Tryggvi Guðmundsson 73 3. Ólafur Páll Snorrason 73 5. Óskar Örn Hauksson 64 6. Guðmundur Steinarsson 61 7. Haraldur Ingólfsson 59 8. Scott Mckenna Ramsay 56 9. Ingi Sigurðsson 53 10. Einar Þór Daníelsson 45 11. Kristinn Jónsson 41 12. Guðjón Pétur Lýðsson 40
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira