Erlent

Brasilía nú í þriðja sæti yfir fjölda dauðs­falla

Atli Ísleifsson skrifar
Jair Bolsonaro hittir stuðningmenn sína í höfuðborginni Brasilíu.
Jair Bolsonaro hittir stuðningmenn sína í höfuðborginni Brasilíu. Getty

Dánartalan í Brasilíu af völdum Covid-19 heldur áfram að hækka og nú er svo komið að landið er í þriðja sæti yfir fjölda dauðfalla af völdum sjúkdómsins. Aðeins hafa fleiri látið lífið í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Tæplega 1.500 manns létust síðasta sólarhringinn í Brasilíu og staðfestum smitum fjölgaði um rúmlega 30 þúsund. Guardian segir frá þessu.

Alls hafa rúmlega 34 þúsund manns látið lífið í Brasilíu í kórónuveirufaraldrinum og hefur landið nú tekið fram úr Ítalíu á lista yfir fjölda dauðsfalla eftir löndum.

Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir slæleg vinnubrögð í málinu en hann hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins.

Alls hafa rúmlega 600 þúsund kórónuveirusmit greinst í Brasilíu.


Tengdar fréttir

Bolsonaro mótmælti rannsókn Hæstaréttar á hestbaki

Forseti Brasilíu, hægri maðurinn Jair Bolsonaro, tók þátt í mótmælum gegn hæstarétti landsins í dag en stuðningsmenn forsetans vilja að rétturinn láti af rannsóknum á hendur Bolsonaro.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.