Telja Bruno lykilinn að ná því besta úr Pogba Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2020 09:30 Paul Pogba er við það að snúa aftur í lið Manchester United. EPA-EFE/WILL OLIVER Enski miðillinn Dailymail greinir frá því að þeir sem öllu stjórna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United vonist til þess að innkoma Bruno Fernandes í liðið muni ná því besta úr franska miðvallarleikmanninum Paul Pogba. Í kjölfarið vonast forráðamenn félagsins að Pogba skrifi undir nýjan samning. EXCLUSIVE: Manchester United believe Bruno Fernandes partnership could bring Paul Pogba to life...and persuade him to sign a new CONTRACT | @SamiMokbel81_DM https://t.co/RIPjmIQyD5— MailOnline Sport (@MailSport) June 4, 2020 Pogba hefur verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið og þurfti að fara í aðgerð á ökkla fyrr í vetur. Nú er hann loks orðinn leikfær og ætti að ná endaspretti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Enska úrvalsdeildin fer af stað þann 17. júní næstkomandi og stefnt er að því að ljúka henni helgina 25. til 26. júlí. Það verður því leikið þétt. Pogba hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því hann gekk aftur í raðir félagsins frá ítalska stórliðinu Juventus sumarið 2016. Nú segja heimildir Dailymail að Portúgalinn Fernandes sé lykillinn að því að Pogba spili eins og hann best getur. Þá er talið að forráðamenn United vilji framlengja samning miðjumannsins þar sem hann rennur út sumarið 2021. United hefur þó alltaf möguleikann á að framlengja samninginn um ár. Man United er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig þegar 29 umferðum er lokið. Félagið var á góðu skriði áður en öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar, þar spilaði Fernandes stórt hlutverk en hann hefur blómstrað í rauða hluta Manchester-borgar. Nú bíða stuðningsmenn Man Utd, allavega sumir, með vatn í munninum eftir því að sjá Bruno og Pogba leika listir sínar saman á miðju félagsins. Þá er Marcus Rashford einnig orðinn leikfær eftir meiðsli í baki og verður áhugavert að sjá hvort liðið nái að klífa upp töfluna í þeim níu umferðum sem eru eftir. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Saúl fer ekki fet | Stofnaði íþróttafélag með bræðrum sínum Knattspyrnuheimurinn beið í ofvæni eftir að Saúl tilkynnti ákvörðun sína. 3. júní 2020 15:30 Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling Raheem Sterling var orðaður við Manchester United í byrjun vikunnar en félagið hans í dag, Manchester City, er langt frá því að fara á taugum vegna þess. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Enski miðillinn Dailymail greinir frá því að þeir sem öllu stjórna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United vonist til þess að innkoma Bruno Fernandes í liðið muni ná því besta úr franska miðvallarleikmanninum Paul Pogba. Í kjölfarið vonast forráðamenn félagsins að Pogba skrifi undir nýjan samning. EXCLUSIVE: Manchester United believe Bruno Fernandes partnership could bring Paul Pogba to life...and persuade him to sign a new CONTRACT | @SamiMokbel81_DM https://t.co/RIPjmIQyD5— MailOnline Sport (@MailSport) June 4, 2020 Pogba hefur verið að glíma við meiðsli nær allt tímabilið og þurfti að fara í aðgerð á ökkla fyrr í vetur. Nú er hann loks orðinn leikfær og ætti að ná endaspretti ensku úrvalsdeildarinnar þar sem deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Enska úrvalsdeildin fer af stað þann 17. júní næstkomandi og stefnt er að því að ljúka henni helgina 25. til 26. júlí. Það verður því leikið þétt. Pogba hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því hann gekk aftur í raðir félagsins frá ítalska stórliðinu Juventus sumarið 2016. Nú segja heimildir Dailymail að Portúgalinn Fernandes sé lykillinn að því að Pogba spili eins og hann best getur. Þá er talið að forráðamenn United vilji framlengja samning miðjumannsins þar sem hann rennur út sumarið 2021. United hefur þó alltaf möguleikann á að framlengja samninginn um ár. Man United er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 45 stig þegar 29 umferðum er lokið. Félagið var á góðu skriði áður en öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar, þar spilaði Fernandes stórt hlutverk en hann hefur blómstrað í rauða hluta Manchester-borgar. Nú bíða stuðningsmenn Man Utd, allavega sumir, með vatn í munninum eftir því að sjá Bruno og Pogba leika listir sínar saman á miðju félagsins. Þá er Marcus Rashford einnig orðinn leikfær eftir meiðsli í baki og verður áhugavert að sjá hvort liðið nái að klífa upp töfluna í þeim níu umferðum sem eru eftir.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00 Saúl fer ekki fet | Stofnaði íþróttafélag með bræðrum sínum Knattspyrnuheimurinn beið í ofvæni eftir að Saúl tilkynnti ákvörðun sína. 3. júní 2020 15:30 Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling Raheem Sterling var orðaður við Manchester United í byrjun vikunnar en félagið hans í dag, Manchester City, er langt frá því að fara á taugum vegna þess. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Sjá meira
Enska úrvalsdeildin staðfestir fimm skiptingar og níu varamenn Þegar enska úrvalsdeildin fer af stað að nýju mega liðin hafa níu varamenn og skipta fimm leikmönnum inn á. 4. júní 2020 14:00
Saúl fer ekki fet | Stofnaði íþróttafélag með bræðrum sínum Knattspyrnuheimurinn beið í ofvæni eftir að Saúl tilkynnti ákvörðun sína. 3. júní 2020 15:30
Man. City hefur engar áhyggjur af áhuga Man. United á Raheem Sterling Raheem Sterling var orðaður við Manchester United í byrjun vikunnar en félagið hans í dag, Manchester City, er langt frá því að fara á taugum vegna þess. 3. júní 2020 15:00
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn