Veður

Hlýjast á höfuð­borgar­svæðinu í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurspáin fyrir Ísland klukkan 14 í dga.
Veðurspáin fyrir Ísland klukkan 14 í dga. Veðurstofa Íslands

Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig hér á landi fyrripart dags. Allt að 14 stiga hiti verður síðan á Suðvesturhorninu síðdegis. Í dag verður norðlæg eða breytileg átt 5-10 metrar á sekúndu, en norðaustan 5-13 með morgninum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Skúrir eða slydduél verða um landið norðaustanvert og skúrir á Suðausturlandi eftir hádegi. Það verður bjart að mestu á Vesturlandi.

Veðurhorfur næstu daga, samkvæmt Veðurstofunni:

Föstudagur:

Norðan 8-13 m/s, en norðvestan 13-18 austantil. Dálítil él norðaustan- og austanlands og hiti 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands og hiti að 10 stigum, mildast syðst.

Laugardagur:

Minnkandi norðanátt, 5-10 m/s eftir hádegi. Víða bjart veður, en skýjað á norðaustanverðu landinu fram eftir degi. Hiti breytist lítið.

Sunnudagur (sjómannadagurinn):

Fremur hæg suðvestlæg átt. Léttskýjað norðan- og austantil á landinu, en skýjað og dálítil súld suðvestan- og vestanlands. Hiti 7 til 14 stig.

Mánudagur:

Gengur í stífa sunnanátt með rigningu, fyrst suðvestantil. Hægari suðvestanátt og skúrir um kvöldið. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Þriðjudagur og miðvikudagur:

Útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt. Dálitlar skúrir, en úrkomulítið austantil. Milt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×