Veður

Hlýjast á höfuð­borgar­svæðinu í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurspáin fyrir Ísland klukkan 14 í dga.
Veðurspáin fyrir Ísland klukkan 14 í dga. Veðurstofa Íslands

Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig hér á landi fyrripart dags. Allt að 14 stiga hiti verður síðan á Suðvesturhorninu síðdegis. Í dag verður norðlæg eða breytileg átt 5-10 metrar á sekúndu, en norðaustan 5-13 með morgninum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Skúrir eða slydduél verða um landið norðaustanvert og skúrir á Suðausturlandi eftir hádegi. Það verður bjart að mestu á Vesturlandi.

Veðurhorfur næstu daga, samkvæmt Veðurstofunni:

Föstudagur:

Norðan 8-13 m/s, en norðvestan 13-18 austantil. Dálítil él norðaustan- og austanlands og hiti 0 til 5 stig, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands og hiti að 10 stigum, mildast syðst.

Laugardagur:

Minnkandi norðanátt, 5-10 m/s eftir hádegi. Víða bjart veður, en skýjað á norðaustanverðu landinu fram eftir degi. Hiti breytist lítið.

Sunnudagur (sjómannadagurinn):

Fremur hæg suðvestlæg átt. Léttskýjað norðan- og austantil á landinu, en skýjað og dálítil súld suðvestan- og vestanlands. Hiti 7 til 14 stig.

Mánudagur:

Gengur í stífa sunnanátt með rigningu, fyrst suðvestantil. Hægari suðvestanátt og skúrir um kvöldið. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast norðaustantil.

Þriðjudagur og miðvikudagur:

Útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt. Dálitlar skúrir, en úrkomulítið austantil. Milt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.