Íslenski boltinn

Mun nýr klefi hjálpa Víkingum í toppbaráttunni í sumar?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýr klefi Víkinga er hinn allra glæsilegasti.
Nýr klefi Víkinga er hinn allra glæsilegasti. Mynd/Stöð 2 Sport

Talið er að bikarmeistarar Víkinga muni berjast á toppi Pepsi Max deildarinnar í sumar en félagið tók búningsklefann sinn í gegn í kjölfar þess að kórónufaraldurinn skall á. 

Nýttu Víkingar tímann þar sem enginn gestagangur var um klefann í þónokkrar vikur og var hann bættur til muna. Þá er klefi Víkinga eini sótthreinsaði klefi landsins.

Henry Birgir Gunnarsson fór á stúfana í Sportið í dag sem sýndur var á föstudag og skoðaði glæsilegan klefa Víkinga en Henry Birgir og Kjartan Atli Kjartansson hafa gefið okkur skemmtilega innsýn í helstu klefa landsins á undanförnum vikum.

Það væri þó aldrei að nýr klefi Víkinga gæti hjálpað þeim í toppbaráttunni í sumar?

Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Mun klefi Víkings hjálpa þeim í toppbaráttunni í sumar?

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.