Erlent

Minningar­at­höfn um mót­mælin á Torgi hins himneska friðar fellur niður í fyrsta skipti í þrjá­tíu ár

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Árlega hefur verið haldin minningarathöfn til að minnast atburðana á Torgi hins himneska friðar þann 4. júní 1989. Það verður þó ekki í ár, í fyrsta skipti frá atburðinum.
Árlega hefur verið haldin minningarathöfn til að minnast atburðana á Torgi hins himneska friðar þann 4. júní 1989. Það verður þó ekki í ár, í fyrsta skipti frá atburðinum. EPA/JEROME FAVRE

Lögreglan í Hong Kong hefur bannað hald minningarathafnar um mótmælin á Torgi hins himneska friðar í fyrsta skipti í þrjátíu ár. Yfirvöld segja að ákvörðunin hafi verið tekin til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að áhyggjur séu uppi um að þetta muni enda minningarathafnirnar fyrir fullt og allt en kínversk yfirvöld hafa lagt til ný öryggislög sem glæpavæða mótmæli við valdi þeirra í sjálfsstjórnarhéraðinu.

Eins og staðan er í dag eru Hong Kong og Macau einu svæðin á kínversku yfirráðasvæði þar sem heimilt er að halda minningarathöfn til að minnast mótmælanna árið 1989. Mótmælin voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafi látist í mótmælunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest.

Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í atburðinn þann 4. júní 1989 en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur áður en þau voru stöðvuð með miklum blóðsúthellingum.

Óvíst er hvort hægt verði að halda minningarathöfnina í Hong Kong að ári liðnu en talið er líklegt að öryggislögin, sem gera alla mótstöðu við kínversk yfirvöld að hryðuverki og landráði.

Minningarathöfnin er haldin árlega í Hong Kong er ávallt mjög stór viðburður. Í fyrra komu minnst 180 þúsund manns saman í Victoria garði að sögn skipuleggjenda. Lögreglan sagði þó mætinguna töluvert minni, eða um 40 þúsund.


Tengdar fréttir

Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong

Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.