Erlent

Gera aftur tilraun til að koma geimförum í geimstöðina

Andri Eysteinsson skrifar
Bob Behnken og Dough Hurley í geimbúningum SpaceX.
Bob Behnken og Dough Hurley í geimbúningum SpaceX. Vísir/SpaceX

Geimferðafyrirtækið SpaceX hyggst nú gera aðra tilraun til að koma þeim Doug Hurley og Bob Behnken út í geim og um borð í alþjóðlegu geimstöðina (ISS). BBC greinir frá.

Hætta þurfti við geimskot SpaceX síðasta miðvikudag vegna óhagstæðrar veðurspár í Flórída þar sem geimskotið átti að fara fram.

NASA-geimfararnir Behnken og Hurley fara um borð í Crew Dragon geimfar SpaceX og verður Falcon 9 eldflaug nýtt til að koma geimfarinu til geimstöðvarinnar en ferðin er fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum til geimstöðvarinnar í tæpan áratug.

Geimskotið er áætlað klukkan 19:22 annað kvöld en enn gæti verið að veðrið setji strik í reikninginn. Forstjóri NASA, Jim Bridenstine, segir æðstu ráðamenn Bandaríkjanna ánægða með að geimskotinu hafi verið frestað og flaugin fari á loft þegar hún er tilbúin til.

„Við munum skjóta henni á loft þegar við erum tilbúin. Forsetinn og varaforsetinn sögðust stoltur af starfsfólki NASA og SpaceX fyrir að hafa tekið rétta ákvörðun vegna aðstæðna á miðvikudag,“ sagði Bridenstine.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.