Erlent

Gera aftur tilraun til að koma geimförum í geimstöðina

Andri Eysteinsson skrifar
Bob Behnken og Dough Hurley í geimbúningum SpaceX.
Bob Behnken og Dough Hurley í geimbúningum SpaceX. Vísir/SpaceX

Geimferðafyrirtækið SpaceX hyggst nú gera aðra tilraun til að koma þeim Doug Hurley og Bob Behnken út í geim og um borð í alþjóðlegu geimstöðina (ISS). BBC greinir frá.

Hætta þurfti við geimskot SpaceX síðasta miðvikudag vegna óhagstæðrar veðurspár í Flórída þar sem geimskotið átti að fara fram.

NASA-geimfararnir Behnken og Hurley fara um borð í Crew Dragon geimfar SpaceX og verður Falcon 9 eldflaug nýtt til að koma geimfarinu til geimstöðvarinnar en ferðin er fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum til geimstöðvarinnar í tæpan áratug.

Geimskotið er áætlað klukkan 19:22 annað kvöld en enn gæti verið að veðrið setji strik í reikninginn. Forstjóri NASA, Jim Bridenstine, segir æðstu ráðamenn Bandaríkjanna ánægða með að geimskotinu hafi verið frestað og flaugin fari á loft þegar hún er tilbúin til.

„Við munum skjóta henni á loft þegar við erum tilbúin. Forsetinn og varaforsetinn sögðust stoltur af starfsfólki NASA og SpaceX fyrir að hafa tekið rétta ákvörðun vegna aðstæðna á miðvikudag,“ sagði Bridenstine.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.