Allt klárt fyrir tímamótageimskot Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2020 10:45 Crew Dragon á skotpalli í Flórída. Vísir/SpaceX Allt virðist klárt fyrir fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í tæpan áratug. Stefnt er á að skjóta Crew Dragon geimfari SpaceX á loft á morgun og á að nota Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins til að koma geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Veðrið gæti þó sett strik í reikninginn. Geimfararnir Bob Behnken og Dough Hurley munu verða sendir til geimstöðvarinnar en verkefnið ber heitið Demo-2 og er síðasti liðurinn í því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, heimili SpaceX að senda fleiri geimfara til geimstöðvarinnar. NASA segir að nýtt skeið mannaðra geimferða sé að hefjast. Demo-1 var þegar Crew Dragon var skotið til geimstöðvarinnar í mars í fyrra. Þá var enginn um borð nema gínan Ripley. Áætlað er að Behnken og Hurley verji einum til fjórum mánuðum um borð í geimstöðinni og veltur það á því hve vel geimskotið heppnast og hve fljótt hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Það geimskot ber heitið Crew-1. Bob Behnken og Dough Hurley í geimbúningum SpaceX.Vísir/SpaceX Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf níu annað kvöld, að íslenskum tíma. Gangi geimskotið ekki eftir stendur til að gera aðra tilraun á laugardagskvöldið og þá þriðju á sunnudagskvöldið. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu. Meðal annars á Vísi. Eins og staðan er núna er í dag áætla sérfræðingar að 40 prósent líkur séu á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið á morgun. Umrætt geimskot er merkilegt fyrir nokkrar sakir en ein af þeim er að fer fram á Launch Complex 39A í Flórída. Það er sami staður og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Falcon 9 and Crew Dragon will lift off from Launch Complex 39A the same place Saturn V launched humanity to the Moon and from where the first and final Space Shuttle missions lifted off pic.twitter.com/wOSsbCRqi7— SpaceX (@SpaceX) May 25, 2020 Í gær var gerð tilraun með hreyfil eldflaugarinnar og um helgina voru gerðar æfingar fyrir geimskotið á morgun og í gærkvöldi var gefið grænt ljós á geimskotið. Nú er bara að bíða og vonast eftir því að veðrið komi ekki í veg fyrir geimskotið. „Öll teymin eru klár og við höldum áfram að markmiði okkar. Nú er það eina sem okkur vantar að læra að stjórna veðrinu,“ sagði Kathy Lueders frá NASA á blaðamannafundi í gær. Notkun Crew Dragon er fyrsti liðurinn í þeirri áætlun Bandaríkjanna að senda geimfara til Mars árið 2024. Nota á tunglið sem skotpall til mars og lengra út í sólkerfið. Á leiðinni til geimstöðvarinnar munu þeir Behnken og Hurley ná tæplega 30 þúsund kílómetra hraða. Þá munu þeir verja 19 klukkustundum í að ná til geimstöðvarinnar en hluta þess tíma verður varið til að kanna getu og virkni Crew Dragon. Um sólarhring eftir geimskotið sjálft munu þeir fara um borð og hitta fyrir þá þrjá geimfara sem eru þar nú þegar. Crew Dragon er hannað til að tengjast geimstöðinni sjálfkrafa en Behnken og Hurley munu fylgjast náið með og grípa inn í ef þeir þurfa. Þegar verkefninu lýkur munu geimfararnir fara aftur um borð og falla til jarðar. Áætlað er að þeir lendi í hafinu undan ströndum Flórída. SpaceX has completed nearly 100 tests and flights of its Dragon parachute systems for cargo missions and in development of the upgraded Mark 3 design one of the safest, most reliable parachute systems in the world for human spaceflight pic.twitter.com/WB8zm9ohBC— SpaceX (@SpaceX) May 22, 2020 Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Allt virðist klárt fyrir fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í tæpan áratug. Stefnt er á að skjóta Crew Dragon geimfari SpaceX á loft á morgun og á að nota Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins til að koma geimfarinu til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Veðrið gæti þó sett strik í reikninginn. Geimfararnir Bob Behnken og Dough Hurley munu verða sendir til geimstöðvarinnar en verkefnið ber heitið Demo-2 og er síðasti liðurinn í því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, heimili SpaceX að senda fleiri geimfara til geimstöðvarinnar. NASA segir að nýtt skeið mannaðra geimferða sé að hefjast. Demo-1 var þegar Crew Dragon var skotið til geimstöðvarinnar í mars í fyrra. Þá var enginn um borð nema gínan Ripley. Áætlað er að Behnken og Hurley verji einum til fjórum mánuðum um borð í geimstöðinni og veltur það á því hve vel geimskotið heppnast og hve fljótt hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Það geimskot ber heitið Crew-1. Bob Behnken og Dough Hurley í geimbúningum SpaceX.Vísir/SpaceX Skotglugginn svokallaði opnast klukkan hálf níu annað kvöld, að íslenskum tíma. Gangi geimskotið ekki eftir stendur til að gera aðra tilraun á laugardagskvöldið og þá þriðju á sunnudagskvöldið. Sýnt verður frá geimskotinu í beinni útsendingu. Meðal annars á Vísi. Eins og staðan er núna er í dag áætla sérfræðingar að 40 prósent líkur séu á því að veður muni koma í veg fyrir geimskotið á morgun. Umrætt geimskot er merkilegt fyrir nokkrar sakir en ein af þeim er að fer fram á Launch Complex 39A í Flórída. Það er sami staður og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Falcon 9 and Crew Dragon will lift off from Launch Complex 39A the same place Saturn V launched humanity to the Moon and from where the first and final Space Shuttle missions lifted off pic.twitter.com/wOSsbCRqi7— SpaceX (@SpaceX) May 25, 2020 Í gær var gerð tilraun með hreyfil eldflaugarinnar og um helgina voru gerðar æfingar fyrir geimskotið á morgun og í gærkvöldi var gefið grænt ljós á geimskotið. Nú er bara að bíða og vonast eftir því að veðrið komi ekki í veg fyrir geimskotið. „Öll teymin eru klár og við höldum áfram að markmiði okkar. Nú er það eina sem okkur vantar að læra að stjórna veðrinu,“ sagði Kathy Lueders frá NASA á blaðamannafundi í gær. Notkun Crew Dragon er fyrsti liðurinn í þeirri áætlun Bandaríkjanna að senda geimfara til Mars árið 2024. Nota á tunglið sem skotpall til mars og lengra út í sólkerfið. Á leiðinni til geimstöðvarinnar munu þeir Behnken og Hurley ná tæplega 30 þúsund kílómetra hraða. Þá munu þeir verja 19 klukkustundum í að ná til geimstöðvarinnar en hluta þess tíma verður varið til að kanna getu og virkni Crew Dragon. Um sólarhring eftir geimskotið sjálft munu þeir fara um borð og hitta fyrir þá þrjá geimfara sem eru þar nú þegar. Crew Dragon er hannað til að tengjast geimstöðinni sjálfkrafa en Behnken og Hurley munu fylgjast náið með og grípa inn í ef þeir þurfa. Þegar verkefninu lýkur munu geimfararnir fara aftur um borð og falla til jarðar. Áætlað er að þeir lendi í hafinu undan ströndum Flórída. SpaceX has completed nearly 100 tests and flights of its Dragon parachute systems for cargo missions and in development of the upgraded Mark 3 design one of the safest, most reliable parachute systems in the world for human spaceflight pic.twitter.com/WB8zm9ohBC— SpaceX (@SpaceX) May 22, 2020
Geimurinn SpaceX Vísindi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira