„Þegar ránin byrja, þá hefst skothríðin“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2020 06:50 Trump segir nauðsynlegt að ná tökum á ástandinu í Minneapolis og hótar því að láta skjóta mótmælendur, grípi þeir til rána. AP/Evan Vucci Mótmælendur í Minneapolis fögnuðu ákaft í gærkvöldi er þeir kveiktu í lögreglustöð í borginni. Lögreglustöðin hafði verið yfirgefin þremur dögum áður vegna umfangsmikilla mótmæla, sem breyst hafa í óeirðir á tímum, vegna dauða George Floyd. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um óeirðirnar í morgun og sagði „þessa óþokka“ vanvirða minningu Floyd og það myndi hann aldrei leyfa. Forsetinn gagnrýndi borgarstjóra Minneapolis, sem er demókrati, harðlega og sagði hann þurfa að ná tökum á borginni. Annars myndi Trump senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og „vinna verkið rétt“. Trump sagðist einnig hafa rætt við Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og tilkynnt honum að herinn stæði með honum. „Verði einhver vandræði munum við taka völdin,“ skrifaði Trump og bætti við: „en þegar ránin byrja, þá hefst skothríðin.“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Uppfært: Twitter hefur dregið úr aðgangi að tístinu vegna þess að það brýtur gegn skilmálum fyrirtækisins. Sjá einnig: Twitter segir Trump hafa hvatt til ofbeldis Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. Hann kvartaði yfir því að ná ekki andanum og bað lögregluþjóninn um að drepa sig ekki. Jafnvel þó vegfarendur kvörtuðu yfir aðferðum lögreglunnar og bentu á þegar Floyd hætti að hreyfa sig, aðhöfðust lögregluþjónarnir ekki. Sjá einnig: Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Hér má sjá frétt MSNBC frá því í nótt, þegar kveikt var í lögreglustöðinni. Walz kallaði út þjóðvarðliðið í gærkvöldi, að beiðni borgarstjóra Minneapolis, en samkvæmt AP fréttaveitunni er óljóst hvert standi til að senda hermennina. Þeir hafi ekki verið á vettvangi í nótt. Sjá einnig: „Þeir myrtu bróður minn“ Í tísti sem birt var í nótt stóð að 500 meðlimir þjóðvarðliðsins hafi verið kallaðir út og þeirra verkefni sé meðal annars að tryggja að slökkvilið Minneapolis geti svarað útköllum. We are here with the Minneapolis Fire Department ready to assist so they can safely do their mission. pic.twitter.com/FjsCJ5B8d0— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 29, 2020 Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Mótmælendur í Minneapolis fögnuðu ákaft í gærkvöldi er þeir kveiktu í lögreglustöð í borginni. Lögreglustöðin hafði verið yfirgefin þremur dögum áður vegna umfangsmikilla mótmæla, sem breyst hafa í óeirðir á tímum, vegna dauða George Floyd. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti um óeirðirnar í morgun og sagði „þessa óþokka“ vanvirða minningu Floyd og það myndi hann aldrei leyfa. Forsetinn gagnrýndi borgarstjóra Minneapolis, sem er demókrati, harðlega og sagði hann þurfa að ná tökum á borginni. Annars myndi Trump senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og „vinna verkið rétt“. Trump sagðist einnig hafa rætt við Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og tilkynnt honum að herinn stæði með honum. „Verði einhver vandræði munum við taka völdin,“ skrifaði Trump og bætti við: „en þegar ránin byrja, þá hefst skothríðin.“ ....These THUGS are dishonoring the memory of George Floyd, and I won t let that happen. Just spoke to Governor Tim Walz and told him that the Military is with him all the way. Any difficulty and we will assume control but, when the looting starts, the shooting starts. Thank you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 29, 2020 Uppfært: Twitter hefur dregið úr aðgangi að tístinu vegna þess að það brýtur gegn skilmálum fyrirtækisins. Sjá einnig: Twitter segir Trump hafa hvatt til ofbeldis Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. Hann kvartaði yfir því að ná ekki andanum og bað lögregluþjóninn um að drepa sig ekki. Jafnvel þó vegfarendur kvörtuðu yfir aðferðum lögreglunnar og bentu á þegar Floyd hætti að hreyfa sig, aðhöfðust lögregluþjónarnir ekki. Sjá einnig: Óeirðir og uppsagnir eftir að svartur maður lést í höndum lögreglu Hér má sjá frétt MSNBC frá því í nótt, þegar kveikt var í lögreglustöðinni. Walz kallaði út þjóðvarðliðið í gærkvöldi, að beiðni borgarstjóra Minneapolis, en samkvæmt AP fréttaveitunni er óljóst hvert standi til að senda hermennina. Þeir hafi ekki verið á vettvangi í nótt. Sjá einnig: „Þeir myrtu bróður minn“ Í tísti sem birt var í nótt stóð að 500 meðlimir þjóðvarðliðsins hafi verið kallaðir út og þeirra verkefni sé meðal annars að tryggja að slökkvilið Minneapolis geti svarað útköllum. We are here with the Minneapolis Fire Department ready to assist so they can safely do their mission. pic.twitter.com/FjsCJ5B8d0— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 29, 2020
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira