Twitter segir Trump hafa hvatt til ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2020 08:16 AP/Matt Rourke Forsvarsmenn Twitter segja nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þeir segja það hins vegar í hag almennings að tístið sé sýnilegt og var því sú ákvörðun tekin að fjarlægja það ekki og draga þess í stað úr aðgengi fólks að því. Tístið sem um ræðir er annað tveggja þar sem forsetinn skrifaði um mótmælin og óeirðirnar í Minneapolis. Hótaði Trump því að senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og skipa hermönnum að skjóta á þá. Í yfirlýsingu frá Twitter segir að sögulegt samhengi orða Trump skipti miklu máli. Þau ummæli eru í takt við það sem alræmdur lögreglustjóri í Miami sagði á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við höfum gripið til þessa ráðs með því markmiði að koma í veg fyrir að aðrir grípi til ofbeldisverka, en höfum haldið tístinu á Twitter því það er mikilvægt að almenningur geti áfram séð það vegna tengsla þess við mikilvæg málefni líðandi stundar,“ segir í yfirlýsingu Twitter. As is standard with this notice, engagements with the Tweet will be limited. People will be able to Retweet with Comment, but will not be able to Like, Reply or Retweet it. https://t.co/V3T521zjnj— Twitter Comms (@TwitterComms) May 29, 2020 Forsetinn hefur staðið í stappi við Twitter á undanförnum dögum. Í gær skrifaði hann svo undir forsetatilskipun þar sem hann skipaði embættismönnum að endurskoða lög sem vernda samfélagmiðlafyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur setja inn á umrædda samfélagsmiðla. Trump hefur ítrekað kvartað yfir því að hann og aðrir íhaldsmenn séu ritskoðaðir af samfélagsmiðlafyrirtækjum og vill hann refsa þeim. Hann er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post gæti tilskipun Trump leitt til nýrra reglna og refsinga varðandi internetið. Ekki bara fyrir samfélagsmiðlafyrirtæki, heldur gæti tilskipunin haft áhrif á allar vefsíður, smáforriti og þjónustur á netinu. Sérfræðingar segja nánast öruggt að tilskipunin muni enda fyrir dómstólum og þá sérstaklega á þeim grundvelli að hún grafi undan málfrelsi í Bandaríkjunum. Nú þegar hafa gagnrýnendur á þingi, í tækniiðnaðinum og víðar sakað Hvíta húsið um að reyna að nota opinberar stofnanir til að ná fram persónulegum hefndum fyrir Trump. Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira
Forsvarsmenn Twitter segja nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þeir segja það hins vegar í hag almennings að tístið sé sýnilegt og var því sú ákvörðun tekin að fjarlægja það ekki og draga þess í stað úr aðgengi fólks að því. Tístið sem um ræðir er annað tveggja þar sem forsetinn skrifaði um mótmælin og óeirðirnar í Minneapolis. Hótaði Trump því að senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og skipa hermönnum að skjóta á þá. Í yfirlýsingu frá Twitter segir að sögulegt samhengi orða Trump skipti miklu máli. Þau ummæli eru í takt við það sem alræmdur lögreglustjóri í Miami sagði á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við höfum gripið til þessa ráðs með því markmiði að koma í veg fyrir að aðrir grípi til ofbeldisverka, en höfum haldið tístinu á Twitter því það er mikilvægt að almenningur geti áfram séð það vegna tengsla þess við mikilvæg málefni líðandi stundar,“ segir í yfirlýsingu Twitter. As is standard with this notice, engagements with the Tweet will be limited. People will be able to Retweet with Comment, but will not be able to Like, Reply or Retweet it. https://t.co/V3T521zjnj— Twitter Comms (@TwitterComms) May 29, 2020 Forsetinn hefur staðið í stappi við Twitter á undanförnum dögum. Í gær skrifaði hann svo undir forsetatilskipun þar sem hann skipaði embættismönnum að endurskoða lög sem vernda samfélagmiðlafyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur setja inn á umrædda samfélagsmiðla. Trump hefur ítrekað kvartað yfir því að hann og aðrir íhaldsmenn séu ritskoðaðir af samfélagsmiðlafyrirtækjum og vill hann refsa þeim. Hann er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post gæti tilskipun Trump leitt til nýrra reglna og refsinga varðandi internetið. Ekki bara fyrir samfélagsmiðlafyrirtæki, heldur gæti tilskipunin haft áhrif á allar vefsíður, smáforriti og þjónustur á netinu. Sérfræðingar segja nánast öruggt að tilskipunin muni enda fyrir dómstólum og þá sérstaklega á þeim grundvelli að hún grafi undan málfrelsi í Bandaríkjunum. Nú þegar hafa gagnrýnendur á þingi, í tækniiðnaðinum og víðar sakað Hvíta húsið um að reyna að nota opinberar stofnanir til að ná fram persónulegum hefndum fyrir Trump.
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira