Twitter segir Trump hafa hvatt til ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2020 08:16 AP/Matt Rourke Forsvarsmenn Twitter segja nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þeir segja það hins vegar í hag almennings að tístið sé sýnilegt og var því sú ákvörðun tekin að fjarlægja það ekki og draga þess í stað úr aðgengi fólks að því. Tístið sem um ræðir er annað tveggja þar sem forsetinn skrifaði um mótmælin og óeirðirnar í Minneapolis. Hótaði Trump því að senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og skipa hermönnum að skjóta á þá. Í yfirlýsingu frá Twitter segir að sögulegt samhengi orða Trump skipti miklu máli. Þau ummæli eru í takt við það sem alræmdur lögreglustjóri í Miami sagði á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við höfum gripið til þessa ráðs með því markmiði að koma í veg fyrir að aðrir grípi til ofbeldisverka, en höfum haldið tístinu á Twitter því það er mikilvægt að almenningur geti áfram séð það vegna tengsla þess við mikilvæg málefni líðandi stundar,“ segir í yfirlýsingu Twitter. As is standard with this notice, engagements with the Tweet will be limited. People will be able to Retweet with Comment, but will not be able to Like, Reply or Retweet it. https://t.co/V3T521zjnj— Twitter Comms (@TwitterComms) May 29, 2020 Forsetinn hefur staðið í stappi við Twitter á undanförnum dögum. Í gær skrifaði hann svo undir forsetatilskipun þar sem hann skipaði embættismönnum að endurskoða lög sem vernda samfélagmiðlafyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur setja inn á umrædda samfélagsmiðla. Trump hefur ítrekað kvartað yfir því að hann og aðrir íhaldsmenn séu ritskoðaðir af samfélagsmiðlafyrirtækjum og vill hann refsa þeim. Hann er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post gæti tilskipun Trump leitt til nýrra reglna og refsinga varðandi internetið. Ekki bara fyrir samfélagsmiðlafyrirtæki, heldur gæti tilskipunin haft áhrif á allar vefsíður, smáforriti og þjónustur á netinu. Sérfræðingar segja nánast öruggt að tilskipunin muni enda fyrir dómstólum og þá sérstaklega á þeim grundvelli að hún grafi undan málfrelsi í Bandaríkjunum. Nú þegar hafa gagnrýnendur á þingi, í tækniiðnaðinum og víðar sakað Hvíta húsið um að reyna að nota opinberar stofnanir til að ná fram persónulegum hefndum fyrir Trump. Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira
Forsvarsmenn Twitter segja nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þeir segja það hins vegar í hag almennings að tístið sé sýnilegt og var því sú ákvörðun tekin að fjarlægja það ekki og draga þess í stað úr aðgengi fólks að því. Tístið sem um ræðir er annað tveggja þar sem forsetinn skrifaði um mótmælin og óeirðirnar í Minneapolis. Hótaði Trump því að senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og skipa hermönnum að skjóta á þá. Í yfirlýsingu frá Twitter segir að sögulegt samhengi orða Trump skipti miklu máli. Þau ummæli eru í takt við það sem alræmdur lögreglustjóri í Miami sagði á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við höfum gripið til þessa ráðs með því markmiði að koma í veg fyrir að aðrir grípi til ofbeldisverka, en höfum haldið tístinu á Twitter því það er mikilvægt að almenningur geti áfram séð það vegna tengsla þess við mikilvæg málefni líðandi stundar,“ segir í yfirlýsingu Twitter. As is standard with this notice, engagements with the Tweet will be limited. People will be able to Retweet with Comment, but will not be able to Like, Reply or Retweet it. https://t.co/V3T521zjnj— Twitter Comms (@TwitterComms) May 29, 2020 Forsetinn hefur staðið í stappi við Twitter á undanförnum dögum. Í gær skrifaði hann svo undir forsetatilskipun þar sem hann skipaði embættismönnum að endurskoða lög sem vernda samfélagmiðlafyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur setja inn á umrædda samfélagsmiðla. Trump hefur ítrekað kvartað yfir því að hann og aðrir íhaldsmenn séu ritskoðaðir af samfélagsmiðlafyrirtækjum og vill hann refsa þeim. Hann er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post gæti tilskipun Trump leitt til nýrra reglna og refsinga varðandi internetið. Ekki bara fyrir samfélagsmiðlafyrirtæki, heldur gæti tilskipunin haft áhrif á allar vefsíður, smáforriti og þjónustur á netinu. Sérfræðingar segja nánast öruggt að tilskipunin muni enda fyrir dómstólum og þá sérstaklega á þeim grundvelli að hún grafi undan málfrelsi í Bandaríkjunum. Nú þegar hafa gagnrýnendur á þingi, í tækniiðnaðinum og víðar sakað Hvíta húsið um að reyna að nota opinberar stofnanir til að ná fram persónulegum hefndum fyrir Trump.
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Sjá meira