Íslenski boltinn

Kristófer með Stjörnunni í sumar

Sindri Sverrisson skrifar
Kristófer Konráðsson leikur með sínu uppeldisliði í sumar.
Kristófer Konráðsson leikur með sínu uppeldisliði í sumar. MYND/STJARNAN

Kristófer Konráðsson hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Stjörnuna en þessi uppaldi Stjörnumaður lék síðast með liðinu sumarið 2017.

Kristófer hefur verið í námi í Bandaríkjunum á síðustu árum en síðasta sumar lék hann sem lánsmaður með KFG í 2. deild og árið þar áður með Þrótti R. í 1. deild.

Kristófer er 22 ára gamall en lék sinn fyrsta leik í efstu deild með Stjörnunni árið 2015. Hann hefur alls leikið ellefu leiki í efstu deild.

Stjarnan hefur auk þess að fá Kristófer endurheimt Björn Berg Bryde úr láni hjá HK og fengið þaðan einnig Emil Atlason. Halldór Orri Björnsson og markvörðurinn Vignir Jóhannesson komu frá FH.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.