Fyrsta samkynja parið gengur í það heilaga á Kosta Ríka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 21:41 Þjóðfáni Kosta Ríka og Hinseginfáninn blöktu við hún eftir að samkynja hjónabönd voru lögleitt í landinu. EPA-EFE/Jeffrey Arguedas Fyrsta samkynja parið gifti sig á K0sta Ríka í dag en Kosta Ríka er fyrsta land Mið-Ameríku til að lögleiða hjónabönd samkynja para. Konurnar sem gengu fyrstar í það heilaga samkynja para giftust rétt eftir miðnætti í nótt þegar lögin tóku gildi. Hjónavígslan var sýnd í beinni útsendingu hjá ríkissjónvarpi landsins. Carlos Alvarado, forseti landsins, sagði að lagabreytingin þýddi að Kósta Ríka viðurkenndi nú réttindin sem hinsegin fólk hefði alltaf átt skilin. Hann tísti að „samkennd og ást ættu héðan í frá að vera leiðbeinandi meginreglur sem myndu leyfa landinu að stíga framfaraskref og byggja land sem viðurkenndi tilvist allra.“ Marco Castillo (t.v.) 76 ára aðgerðasinni og eiginmaður hans Rodrigo Campos (t.h.) giftu sig í dag.EPA/JEFFREY ARGUEDAS Fyrsta hjónavígslan samkynja pars var send út í beinni útsendingu og var hún hápunktur þriggja klukkutíma dagskrárliðar sem hélt upp á jafnrétti allra til að gifta sig. Lögum landsins um hjónabönd var breytt eftir að stjórnarskrárdómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2018 að bann á samkynja hjónaböndum væri stjórnarskrárbrot og stuðlaði að ójöfnuði. Dómstóllinn gaf þjóðþinginu 18 mánuði til að breyta lögunum. Enrique Sanchez, fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaður landsins, sagði breytinguna velkomna og hrósaði þeim sem höfðu varið áratugum í að berjast fyrir breyttum lögum. Nokkur lönd í Suður-Ameríku heimila hjónaband samkynja para, það er Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador og Úrúgvæ. Þá eru hjónaböndin einnig leyfileg í sumum ríkjum Mexíkó en Kosta Ríka er fyrsta landið í Mið-Ameríku sem hefur lögleitt hjónaböndin. Kosta Ríka Hinsegin Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Fyrsta samkynja parið gifti sig á K0sta Ríka í dag en Kosta Ríka er fyrsta land Mið-Ameríku til að lögleiða hjónabönd samkynja para. Konurnar sem gengu fyrstar í það heilaga samkynja para giftust rétt eftir miðnætti í nótt þegar lögin tóku gildi. Hjónavígslan var sýnd í beinni útsendingu hjá ríkissjónvarpi landsins. Carlos Alvarado, forseti landsins, sagði að lagabreytingin þýddi að Kósta Ríka viðurkenndi nú réttindin sem hinsegin fólk hefði alltaf átt skilin. Hann tísti að „samkennd og ást ættu héðan í frá að vera leiðbeinandi meginreglur sem myndu leyfa landinu að stíga framfaraskref og byggja land sem viðurkenndi tilvist allra.“ Marco Castillo (t.v.) 76 ára aðgerðasinni og eiginmaður hans Rodrigo Campos (t.h.) giftu sig í dag.EPA/JEFFREY ARGUEDAS Fyrsta hjónavígslan samkynja pars var send út í beinni útsendingu og var hún hápunktur þriggja klukkutíma dagskrárliðar sem hélt upp á jafnrétti allra til að gifta sig. Lögum landsins um hjónabönd var breytt eftir að stjórnarskrárdómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2018 að bann á samkynja hjónaböndum væri stjórnarskrárbrot og stuðlaði að ójöfnuði. Dómstóllinn gaf þjóðþinginu 18 mánuði til að breyta lögunum. Enrique Sanchez, fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaður landsins, sagði breytinguna velkomna og hrósaði þeim sem höfðu varið áratugum í að berjast fyrir breyttum lögum. Nokkur lönd í Suður-Ameríku heimila hjónaband samkynja para, það er Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador og Úrúgvæ. Þá eru hjónaböndin einnig leyfileg í sumum ríkjum Mexíkó en Kosta Ríka er fyrsta landið í Mið-Ameríku sem hefur lögleitt hjónaböndin.
Kosta Ríka Hinsegin Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira