Íslenski boltinn

Óli Jóh á hækjum á æfingu Stjörnunnar: „Kallinn er að koma til“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Jóhannesson á hækjum.
Ólafur Jóhannesson á hækjum. mynd/stöð 2 sport

Ólafur Jóhannesson, annar þjálfara Stjörnunnar, er á hækjum þessa dagana eftir að hafa slasast á mjöðm.

Ríkharð Óskar Guðnason kíkti á fyrstu æfingu Stjörnunnar eftir að öllum hömlum var aflétt og ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson meðþjálfara Ólafs um hvernig þeim gengi að vinna saman.

„Það hefur gengið eins og í sögu. Alveg hrikalega vel,“ sagði Rúnar sem fékk Ólaf til samstarfs við sig eftir síðasta tímabil.

„Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Miklar umræður og þetta er sennilega það ljúfasta sem ég hef tekið þátt í, að vera með hann við hliðina á mér.“

Þrátt fyrir að vera á hækjum var Ólafur mættur á æfingu Stjörnunnar í gær.

„Hann datt akkúrat hér,“ sagði Rúnar og benti á auglýsingaskilti á Samsung-vellinum. „Hann braut á sér mjaðmabeinið. En kallinn er að koma til.“

Klippa: Sportið í dag - Rúnar Páll um samstarfið með Óla Jóh

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.