Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. maí 2020 17:20 Cummings sagðist á blaðamannafundinum ekki hafa boðist til að segja af sér. Vísir/AP Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. Cummings fór frá heimili fjölskyldu sinnar í Lundúnum að ættaróðalinu í Durham, í lok mars, þegar kórónuveirutakmarkanir voru sem mestar og fólki hafði verið sagt að halda sig heima eftir fremsta megni. Fáeinum dögum síðar greindi forsætisráðuneytið frá því að hann hefði smitast af veirunni. Málið hefur vakið töluverða reiði á Bretlandi og sömuleiðis spurningar um hvort aðrar reglur gildi um embættismenn en almenning. Tuttugu þingmenn Íhaldsflokksins hafa hvatt Boris Johnson forsætisráðherra til að sparka Cummings en á blaðamannafundi í gærkvöldi kom Johnson ráðgjafa sínum til varnar. Cummings sagðist í dag ekki sjá eftir ákvörðunum sínum, þótt hann skilji vel reiði fólks. Hann hafi þurft að vernda börn sín ef foreldrarnir yrðu báðir fárveikir. „Reglurnar eru óumflýjanlega ekki algjörlega afgerandi og ná til dæmis ekki til þeirra kringumstæðna sem ég var í. Mér fannst þá, og finnst enn, að reglurnar, sérstaklega þær sem fjalla um stöðu lítilla barna í erfiðum aðstæðum, hafi gefið mér svigrúm til þess að taka þær ákvarðanir sem ég tók,“ sagði Cummings. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. Cummings fór frá heimili fjölskyldu sinnar í Lundúnum að ættaróðalinu í Durham, í lok mars, þegar kórónuveirutakmarkanir voru sem mestar og fólki hafði verið sagt að halda sig heima eftir fremsta megni. Fáeinum dögum síðar greindi forsætisráðuneytið frá því að hann hefði smitast af veirunni. Málið hefur vakið töluverða reiði á Bretlandi og sömuleiðis spurningar um hvort aðrar reglur gildi um embættismenn en almenning. Tuttugu þingmenn Íhaldsflokksins hafa hvatt Boris Johnson forsætisráðherra til að sparka Cummings en á blaðamannafundi í gærkvöldi kom Johnson ráðgjafa sínum til varnar. Cummings sagðist í dag ekki sjá eftir ákvörðunum sínum, þótt hann skilji vel reiði fólks. Hann hafi þurft að vernda börn sín ef foreldrarnir yrðu báðir fárveikir. „Reglurnar eru óumflýjanlega ekki algjörlega afgerandi og ná til dæmis ekki til þeirra kringumstæðna sem ég var í. Mér fannst þá, og finnst enn, að reglurnar, sérstaklega þær sem fjalla um stöðu lítilla barna í erfiðum aðstæðum, hafi gefið mér svigrúm til þess að taka þær ákvarðanir sem ég tók,“ sagði Cummings.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21
Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59