Erlent

Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Cummings sagðist á blaðamannafundinum ekki hafa boðist til að segja af sér.
Cummings sagðist á blaðamannafundinum ekki hafa boðist til að segja af sér. Vísir/AP

Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína.

Cummings fór frá heimili fjölskyldu sinnar í Lundúnum að ættaróðalinu í Durham, í lok mars, þegar kórónuveirutakmarkanir voru sem mestar og fólki hafði verið sagt að halda sig heima eftir fremsta megni. Fáeinum dögum síðar greindi forsætisráðuneytið frá því að hann hefði smitast af veirunni.

Málið hefur vakið töluverða reiði á Bretlandi og sömuleiðis spurningar um hvort aðrar reglur gildi um embættismenn en almenning. Tuttugu þingmenn Íhaldsflokksins hafa hvatt Boris Johnson forsætisráðherra til að sparka Cummings en á blaðamannafundi í gærkvöldi kom Johnson ráðgjafa sínum til varnar.

Cummings sagðist í dag ekki sjá eftir ákvörðunum sínum, þótt hann skilji vel reiði fólks. Hann hafi þurft að vernda börn sín ef foreldrarnir yrðu báðir fárveikir.

„Reglurnar eru óumflýjanlega ekki algjörlega afgerandi og ná til dæmis ekki til þeirra kringumstæðna sem ég var í. Mér fannst þá, og finnst enn, að reglurnar, sérstaklega þær sem fjalla um stöðu lítilla barna í erfiðum aðstæðum, hafi gefið mér svigrúm til þess að taka þær ákvarðanir sem ég tók,“ sagði Cummings.


Tengdar fréttir

Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum

Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×