Segja póstatkvæði brjóta á rétti kjósenda og höfða mál gegn Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2020 08:46 Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir mikilvægt að tryggja öryggi kjósenda í nóvember. EPA/RICH PEDRONCELLI Þrenn samtök Repúblikana, og þar á meðal Landsnefnd Repúblikanaflokksins, hafa höfðað mál gegn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Tilefni málaferlanna er að hann hefur gefið út þá tilskipun að kjörseðlar verði sendir til allra skráða kjósenda í ríkinu í kosningunum í nóvember. Þá ákvörðun tók Newsom þann 8. maí og varð Kalifornía fyrsta ríkið þar sem þessi ákvörðun var tekin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Repúblikanar segja að kosningar sem fari fram með þessum hætti muni bjóða upp á kosningasvik. Donald Trump. forseti, hefur til að mynda ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum. Meðal annars hefur hann sagt að hann hafi í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í kosningunum árið 2016, sé tillit tekið til kosningasvika. Sjá einnig: Ráðgjafi Trump sagði flokkinn reiða sig á að hindra kjósendur Hann hefur þó aldrei rökstutt þær yfirlýsingar sínar og rannsóknarnefnd sem hann setti á laggirnar og átti að staðfesta kosningasvindl var tiltölulega fljótt leyst upp án niðurstöðu. Einn meðlimur nefndarinnar sagði eftir á að henni hafi eingöngu verið ætlað að styðja innihaldslaus orð forsetans. Ronna McDaniel, framkvæmdastýra Landsnefndar Repúblikanaflokksins, opinberaði lögsóknina á Twitter í nótt. Þar sakaði hún Demókrata um að nýta faraldurinn til að tryggja sér völd og sagði hún að póstatkvæðin myndu grafa undan trausti íbúa Kaliforníu á kosningarnar. I am pleased to announce that the RNC, @NRCC & @CAGOP just sued Gavin Newsom over his illegal election power grab.His radical plan is a recipe for disaster that would create more opportunities for fraud & destroy the confidence Californians deserve to have in their elections.— Ronna McDaniel (@GOPChairwoman) May 24, 2020 Í frétt LA Times segir að í lögsókninni sjálfri sé Newsom sakaður um að reyna að hrifsa til sín völd á óskammfeilinn máta og brjóta á réttindum þeirra sem hafa raunverulegan rétt á því að kjósa. Lögsóknin endurspeglar ummæli Trump sem hótaði nýverið að halda aftur af fjárveitingum til ríkja sem heimili póstatkvæði. Newsom og embættismenn segja póstatkvæði nauðsynleg til að tryggja öryggi kjósenda, því faraldurinn verði að öllum líkindum enn til staðar í nóvember. Ríkisstjórinn hefur enn fremur sagt að hann sé ekki að brjóta lög. Alex Padilla, innanríkisráðherra Kaliforníu greip einnig til Twitter í nótt vegna lögsóknarinnar og sagði það að gera kjósendum auðveldara að kjósa á tímum faraldurs væri ekki pólitískt mál. Það væri mikilvægt að tryggja rétt fólks til að kjósa og það á öruggan hátt. Hann sagði að notast hafi verið við póstatkvæði í mörgum ríkjum um árabil og það hafi gengið vel. Padilla bætti við að lögsóknin væri eingöngu liður í áróðri Trump gegn póstatkvæðum og Kalifornía myndi ekki leyfa hagsmunaöflum að nýta faraldurinn til að koma niður á réttindum fólks til að kjósa. Expanding vote-by-mail during a pandemic is not a partisan issue — it’s a moral imperative to protect voting rights and public safety. Vote-by-mail has been used safely and effectively in red, blue, and purple states for years. (1/2)— Alex Padilla (@AlexPadilla4CA) May 25, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Þrenn samtök Repúblikana, og þar á meðal Landsnefnd Repúblikanaflokksins, hafa höfðað mál gegn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Tilefni málaferlanna er að hann hefur gefið út þá tilskipun að kjörseðlar verði sendir til allra skráða kjósenda í ríkinu í kosningunum í nóvember. Þá ákvörðun tók Newsom þann 8. maí og varð Kalifornía fyrsta ríkið þar sem þessi ákvörðun var tekin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Repúblikanar segja að kosningar sem fari fram með þessum hætti muni bjóða upp á kosningasvik. Donald Trump. forseti, hefur til að mynda ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum. Meðal annars hefur hann sagt að hann hafi í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í kosningunum árið 2016, sé tillit tekið til kosningasvika. Sjá einnig: Ráðgjafi Trump sagði flokkinn reiða sig á að hindra kjósendur Hann hefur þó aldrei rökstutt þær yfirlýsingar sínar og rannsóknarnefnd sem hann setti á laggirnar og átti að staðfesta kosningasvindl var tiltölulega fljótt leyst upp án niðurstöðu. Einn meðlimur nefndarinnar sagði eftir á að henni hafi eingöngu verið ætlað að styðja innihaldslaus orð forsetans. Ronna McDaniel, framkvæmdastýra Landsnefndar Repúblikanaflokksins, opinberaði lögsóknina á Twitter í nótt. Þar sakaði hún Demókrata um að nýta faraldurinn til að tryggja sér völd og sagði hún að póstatkvæðin myndu grafa undan trausti íbúa Kaliforníu á kosningarnar. I am pleased to announce that the RNC, @NRCC & @CAGOP just sued Gavin Newsom over his illegal election power grab.His radical plan is a recipe for disaster that would create more opportunities for fraud & destroy the confidence Californians deserve to have in their elections.— Ronna McDaniel (@GOPChairwoman) May 24, 2020 Í frétt LA Times segir að í lögsókninni sjálfri sé Newsom sakaður um að reyna að hrifsa til sín völd á óskammfeilinn máta og brjóta á réttindum þeirra sem hafa raunverulegan rétt á því að kjósa. Lögsóknin endurspeglar ummæli Trump sem hótaði nýverið að halda aftur af fjárveitingum til ríkja sem heimili póstatkvæði. Newsom og embættismenn segja póstatkvæði nauðsynleg til að tryggja öryggi kjósenda, því faraldurinn verði að öllum líkindum enn til staðar í nóvember. Ríkisstjórinn hefur enn fremur sagt að hann sé ekki að brjóta lög. Alex Padilla, innanríkisráðherra Kaliforníu greip einnig til Twitter í nótt vegna lögsóknarinnar og sagði það að gera kjósendum auðveldara að kjósa á tímum faraldurs væri ekki pólitískt mál. Það væri mikilvægt að tryggja rétt fólks til að kjósa og það á öruggan hátt. Hann sagði að notast hafi verið við póstatkvæði í mörgum ríkjum um árabil og það hafi gengið vel. Padilla bætti við að lögsóknin væri eingöngu liður í áróðri Trump gegn póstatkvæðum og Kalifornía myndi ekki leyfa hagsmunaöflum að nýta faraldurinn til að koma niður á réttindum fólks til að kjósa. Expanding vote-by-mail during a pandemic is not a partisan issue — it’s a moral imperative to protect voting rights and public safety. Vote-by-mail has been used safely and effectively in red, blue, and purple states for years. (1/2)— Alex Padilla (@AlexPadilla4CA) May 25, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira