Erlent

Piñera segir heil­brigðis­kerfið í Chile vera að þrotum komið

Atli Ísleifsson skrifar
Sebastián Piñera tók við embætti forseta Chile árið 2018. Hann gegndi einnig embættinu á árunum 2010 til 2014.
Sebastián Piñera tók við embætti forseta Chile árið 2018. Hann gegndi einnig embættinu á árunum 2010 til 2014. Getty

Heilbrigðiskerfið í Chile er að þrotum komið vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar að sögn forseta landsins, Sebastián Piñera.

Um sjötíu þúsund smit hafa verið staðfest í landinu og rúmlega sjö hundruð hafa látið lífið. Verst er ástandið í höfuðborginni Santiago þar sem útgöngubann er nú í gildi og þar er nú skortur á sjúkrarúmum og öndunarvélum en í gær opnaði bráðabirgðaspítali sem á að létta á álaginu.

Til átaka hefur komið um helgina á milli lögreglu og þeirra sem mótmælt hafa útgöngubanninu og ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að koma til móts við efnahagsþrengingar landsmanna með því að taka upp neyðargreiðslur til hluta landsmanna sem fá þá ákveðna upphæð frá ríkinu mánaðarlega næstu þrjá mánuðina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×