Mikill munur á Suður-Kóreu og Ítalíu: Fleiri náðu sér en smituðust í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2020 11:34 Lestarstöð í Suður-Kóreu sótthreinsuð. AP/Lee Jin-man Sá áfangi náðist í fyrsta sinn í Suður-Kóreu í dag að fleiri náðu sér af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust á einum degi. Alls greindust 110 smit á milli daga og þrír létu lífið. 177 manns náðu sér af veirunni á milli daga. Á einum degi náðu fleiri sér af veirunni en greindust með hana og því fækkaði heildarfjölda smitaðra. Það var í fyrsta sinn og embættismenn búast við því að þessi þróun muni halda áfram næstu daga. Þrátt fyrir að nýja kórónuveiran hafi greinst upphaflega á svipuðum tíma í Suður-Kóreu og Ítalíu er himinn og haf á stöðunni í löndunum tveimur. Á undanfarinni viku hafa greinst tæplega tólf þúsund ný tilfelli á Ítalíu en einungis tæplega tvö þúsund í Suður-Kóreu. Í heildina hafa greinst um fimmtán þúsund smit á Ítalíu, sem samsvarar um 25 smitum á hverja hundrað þúsund íbúa, og tæplega átta þúsund í Suður-Kóreu, eða um sextán smit á hverju hundrað þúsund íbúa. Þar að auki hafa rúmlega þúsund manns dáið á Ítalíu en einungis 70 í Suður-Kóreu. Munurinn liggur þó ekki einungis í fjölda smita heldur einnig í aðstæðum íbúa. Yfirvöld Ítalíu hafa svo gott sem sett alla íbúa landsins í sóttkví en ekki hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða í Suður-Kóreu. Þar eru um 29 þúsund manns í sóttkví en engum tilteknum svæðum landsins hefur verið lokað. Munur þessi útskýrist að miklu leyti á mismunandi aðferðum yfirvalda ríkjanna tveggja gegn veirunni, samkvæmt greiningu Reuters fréttaveitunni. Á Ítalíu ákváðu yfirvöld að reyna ekki að elta uppi smitaða og beittu þess í stað sóttkví til að draga úr smitum. Búið er að greina rúmlega 73 þúsund sýni. Í Suður-Kóreu fara yfirvöld fram gegn sjúkdómnum af mikilli hörku. Búið er að greina sýni úr rúmlega 222 þúsund manns og er notast við gögn úr farsímum og gervihnöttum til að fylgjast með ferðum fólks sem talið er vera smitberar. Kínverjar, sem virðast hafa náð tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar beittu svipuðum en þó mun grófari aðferðum. Sjá einnig: Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Sérfræðingar segja erfitt að alhæfa út frá samanburði ríkjanna. Niðurstaðan gefi þó sterkar vísbendingar um að umfangsmikil skimun fyrir sjúkdómnum sé öflugt tól til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Suður-Kórea Ítalía Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Aðeins fimmtán ný smit greindust á meginlandi Kína í gær, þar af innan við tíu í héraðinu í kringum Wuhan þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. 12. mars 2020 15:52 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Sá áfangi náðist í fyrsta sinn í Suður-Kóreu í dag að fleiri náðu sér af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust á einum degi. Alls greindust 110 smit á milli daga og þrír létu lífið. 177 manns náðu sér af veirunni á milli daga. Á einum degi náðu fleiri sér af veirunni en greindust með hana og því fækkaði heildarfjölda smitaðra. Það var í fyrsta sinn og embættismenn búast við því að þessi þróun muni halda áfram næstu daga. Þrátt fyrir að nýja kórónuveiran hafi greinst upphaflega á svipuðum tíma í Suður-Kóreu og Ítalíu er himinn og haf á stöðunni í löndunum tveimur. Á undanfarinni viku hafa greinst tæplega tólf þúsund ný tilfelli á Ítalíu en einungis tæplega tvö þúsund í Suður-Kóreu. Í heildina hafa greinst um fimmtán þúsund smit á Ítalíu, sem samsvarar um 25 smitum á hverja hundrað þúsund íbúa, og tæplega átta þúsund í Suður-Kóreu, eða um sextán smit á hverju hundrað þúsund íbúa. Þar að auki hafa rúmlega þúsund manns dáið á Ítalíu en einungis 70 í Suður-Kóreu. Munurinn liggur þó ekki einungis í fjölda smita heldur einnig í aðstæðum íbúa. Yfirvöld Ítalíu hafa svo gott sem sett alla íbúa landsins í sóttkví en ekki hefur verið gripið til sambærilegra aðgerða í Suður-Kóreu. Þar eru um 29 þúsund manns í sóttkví en engum tilteknum svæðum landsins hefur verið lokað. Munur þessi útskýrist að miklu leyti á mismunandi aðferðum yfirvalda ríkjanna tveggja gegn veirunni, samkvæmt greiningu Reuters fréttaveitunni. Á Ítalíu ákváðu yfirvöld að reyna ekki að elta uppi smitaða og beittu þess í stað sóttkví til að draga úr smitum. Búið er að greina rúmlega 73 þúsund sýni. Í Suður-Kóreu fara yfirvöld fram gegn sjúkdómnum af mikilli hörku. Búið er að greina sýni úr rúmlega 222 þúsund manns og er notast við gögn úr farsímum og gervihnöttum til að fylgjast með ferðum fólks sem talið er vera smitberar. Kínverjar, sem virðast hafa náð tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar beittu svipuðum en þó mun grófari aðferðum. Sjá einnig: Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Sérfræðingar segja erfitt að alhæfa út frá samanburði ríkjanna. Niðurstaðan gefi þó sterkar vísbendingar um að umfangsmikil skimun fyrir sjúkdómnum sé öflugt tól til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Suður-Kórea Ítalía Tengdar fréttir Víðtæk skimun Íslendinga kom Dönum á sporið 12. mars 2020 23:33 Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Aðeins fimmtán ný smit greindust á meginlandi Kína í gær, þar af innan við tíu í héraðinu í kringum Wuhan þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. 12. mars 2020 15:52 Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Aðeins fimmtán ný smit greindust á meginlandi Kína í gær, þar af innan við tíu í héraðinu í kringum Wuhan þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. 12. mars 2020 15:52
Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 12. mars 2020 01:25