Kínverjar segja að hámarki faraldursins hafi verið náð Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 15:52 Sjúklingar og læknar yfirgefa bráðabirgðasjúkrahús í Wuhan eftir að allir sjúklingar þar voru útskrifaðir fyrr í vikunni. Vísir/EPA Innan við tíu ný kórónuveirusmit greindust í Hubei-héraði í Kína þar sem faraldurinn hefur verið sem verstur í gær. Heilbrigðisyfirvöld þar fullyrða að faraldurinn hafi nú þegar náð hámarki og sé í rénun. Smám saman er byrjað að létta á aðgerðum sem komið var á til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því að kórónufaraldurinn braust út í Kína sem innan við tíu ný smit greinast á einum degi. Smitin í Hubei-héraði voru átta, öll þeirra í Wuhan-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Utan Hubei greindust sjö ný tilfelli á meginlandi Kína. Sex þeirra smituðust erlendis. „Almennt talað er hámark faraldursins liðið hjá í Kína. Fjölgun nýrra tilfella fer lækkandi,“ segir Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína. Mörgum fyrirtækjum hefur nú verið leyft að hefja starfsemi aftur og slakað hefur verið á ferðatakmörkunum. Kínversk stjórnvöld gripu til umfangsmikilla aðgerða til að stöðva útbreiðslu veirunnar fyrr á þessu ári, þar á meðal með því að setja ellefu milljónir íbúa Wuhan-borgar nánast í einangrun. Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum kom fyrst upp í borginni í desember. Alls hafa nú 80.793 smitast af kórónuveirunni í Kína og 3.169 látið lífið. Af þeim sem hafa sýkst hafa nærri því áttatíu prósent þegar náð bata og verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lofaði viðbrögð kínverskra og suður-kóreskra stjórnvalda við faraldrinum í vikunni. Kínversk stjórnvöld gripu til harðra aðgerða með viðamikilli leit að mögulega smituðu fólki, greininingum, sóttkví í sérstökum miðstöðvum og umfangsmiklum ferðatakmörkunum. Wuhan-veiran Kína Tengdar fréttir Staðan að skána í Kína Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja. 9. mars 2020 19:00 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Innan við tíu ný kórónuveirusmit greindust í Hubei-héraði í Kína þar sem faraldurinn hefur verið sem verstur í gær. Heilbrigðisyfirvöld þar fullyrða að faraldurinn hafi nú þegar náð hámarki og sé í rénun. Smám saman er byrjað að létta á aðgerðum sem komið var á til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta er í fyrsta skipti frá því að kórónufaraldurinn braust út í Kína sem innan við tíu ný smit greinast á einum degi. Smitin í Hubei-héraði voru átta, öll þeirra í Wuhan-borg, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Utan Hubei greindust sjö ný tilfelli á meginlandi Kína. Sex þeirra smituðust erlendis. „Almennt talað er hámark faraldursins liðið hjá í Kína. Fjölgun nýrra tilfella fer lækkandi,“ segir Mi Feng, talsmaður heilbrigðisnefndar Kína. Mörgum fyrirtækjum hefur nú verið leyft að hefja starfsemi aftur og slakað hefur verið á ferðatakmörkunum. Kínversk stjórnvöld gripu til umfangsmikilla aðgerða til að stöðva útbreiðslu veirunnar fyrr á þessu ári, þar á meðal með því að setja ellefu milljónir íbúa Wuhan-borgar nánast í einangrun. Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum kom fyrst upp í borginni í desember. Alls hafa nú 80.793 smitast af kórónuveirunni í Kína og 3.169 látið lífið. Af þeim sem hafa sýkst hafa nærri því áttatíu prósent þegar náð bata og verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lofaði viðbrögð kínverskra og suður-kóreskra stjórnvalda við faraldrinum í vikunni. Kínversk stjórnvöld gripu til harðra aðgerða með viðamikilli leit að mögulega smituðu fólki, greininingum, sóttkví í sérstökum miðstöðvum og umfangsmiklum ferðatakmörkunum.
Wuhan-veiran Kína Tengdar fréttir Staðan að skána í Kína Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja. 9. mars 2020 19:00 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Staðan að skána í Kína Stjórnvöldum í Kína virðist takast vel að hefta útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Læknir hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni sagði hægt að læra af hörðum og snöggum viðbrögð Kínverja. 9. mars 2020 19:00