Erlent

Loka E­verest-fjalli vegna kórónu­veirunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Everest er að finna á landamærum Nepal og Kína, en kínversk stjórnvöld greindu frá lokun fjallsins sín megin í gær.
Everest er að finna á landamærum Nepal og Kína, en kínversk stjórnvöld greindu frá lokun fjallsins sín megin í gær. Getty

Yfirvöld í Nepal hafa ákveðið að loka Everest-fjalli og fleiri tindum fyrir fjallgöngumönnum á komandi fjallgöngutímabili af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Ferðamálaráðherra landsins, Yogesh Bhattarai, greindi frá þessu í morgun. Nær lokunin frá mars og fram í maí.

Þjónusta við fjallaferðamennsku er mikilvæg atvinnugrein í Nepal, þar sem finna má átta af fjórtán hæstu fjöllum heims. Er áætlað að nepölsk yfirvöld fái um fjórar milljónir Bandaríkjadala á ári, rúman hálfan milljarð króna, vegna útgáfu leyfa til fjallgöngumanna sem hyggja á ferðir upp á tindana.

Enn sem komið er hefur einungis einn greinst með kórónuveiruna í Nepal, en þar var um að ræða ungan mann sem kom heim eftir námsdvöl í Kína. Sýni hafa verið tekin úr 450 manns að því er fram kemur í frétt Guardian.

Everest er að finna á landamærum Nepal og Kína, en kínversk stjórnvöld greindu frá lokun fjallsins sín megin í gær.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.