Erlent

Segir Kína og Bandaríkin færast nær „köldu stríði“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi í dag.
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, var ómyrkur í máli á blaðamannafundi í dag. ROMAN PILIPEY/EPA

Bandaríkin ættu að draga úr viðleitni sinni til þess að reyna að „breyta Kína.“ Þetta segir Wang Yi, utanríkisráðherra síðarnefnda ríkisins. Hann segir ákveðna aðila innan Bandaríkjanna þoka samskiptum ríkjanna tveggja í átt að „nýju köldu stríði.“

„Kína hefur engan áhuga á því að breyta Bandaríkjunum, hvað þá leysa þau af hólmi. Það er að sama skapi óskhyggja hjá Bandaríkjunum að reyna að breyta Kína,“ sagði Wang í dag á árlegum blaðamannafundi sínum í dag.

Samband Kínverja og Bandaríkjamanna hefur versnað til muna á síðustu mánuðum. Ástæðan er meðal annars sú að Bandaríkin eru eitt þeirra landa sem verst hefur farið út úr faraldri kórónuveirunnar, en veira greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur meðal annars ítrekað kallað veiruna „kínversku veiruna,“ þrátt fyrir að honum hafi verið bent á að til sé annað nafn yfir hana.

Eins hefur Trump haldið því fram að hann hafi sannanir fyrir kenningum um að kórónuveiran hafi verið búin til innan veggja kínverskrar rannsóknarstofu. Kenningum sem þegar hafa verið hraktar.

„Ákveðin bandarísk pólitísk öfl hafa tekið samband Kína og Bandaríkjanna í gíslingu, í tilraun til þess að ýta samskiptunum að barmi svokallaðs ,nýs kalds stríðs,‘“ sagði Wang.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.