Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Andri Eysteinsson skrifar 23. maí 2020 09:41 Dominic Cummings hefur unnið náið með Johnson í tíð hans í Downingsstræti, auk þess stýrði hann Leave- kosningabaráttunni í Brexit málum 2016. Getty/Peter Summers Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. Cummings hélt ásamt eiginkonu sinni, sem líka hafði fundið fyrir einkennum, til heimilis foreldra hans í borginni Durham í norð-austur Englandi. Bresku dagblöðin Guardian og Daily Mirror greindu fyrst frá ferðalagi Cummings hjónanna. Flokksmenn Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt framferði hjónanna og kallað eftir afsögn Cummings. „Ef fréttaflutningurinn stenst þá virðist ráðgjafinn hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Tilmæli yfirvalda voru mjög skýr, haldið ykkur heima og engin óþarfa ferðalög. Breska þjóðin getur ekki vænt þess að ein lög gangi yfir þjóðina og önnur yfir Dominic Cummings,“ er haft eftir einum af talsmönnum Verkamannaflokksins. BBC hefur greint frá því að Cummings hafi farið til Durham til þess að einangra sig í gestahúsi foreldra sinna svo að börn hans gætu verið þar í pössun. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins á þingi, Ian Blackford, sagði í viðtali við BBC Radio 4 að Cummings ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. „Ef hann segir ekki upp ætti Boris Johnson að reka Cummings og það í dag. Þegar fyrirmælum yfirvalda er ekki framfylgt með þessum hætti ætti að búast við því að eitthvað yrði gert,“ sagði Blackford. Caring for your wife and child is not a crime https://t.co/YCXWhKTq28— Michael Gove (@michaelgove) May 23, 2020 BBC greinir frá því að Cummings telji sig ekki hafa brotið sóttvarnarreglur. Tveir starfsmenn bresku ríkisstjórnarinnar hafa þegar sagt upp störfum eftir að hafa brotið gegn sóttvarnarreglum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson stokkar upp í ríkisstjórn sinni og fjármálaráðherrann segir af sér Fjármálaráðherra Bretlands sagði af sér vegna kröfu Boris Johnson um að hann léti alla ráðgjafa sína fara. Meiriháttar uppstokkun varð á ríkisstjórn Johnson í morgun. 13. febrúar 2020 12:44 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. Cummings hélt ásamt eiginkonu sinni, sem líka hafði fundið fyrir einkennum, til heimilis foreldra hans í borginni Durham í norð-austur Englandi. Bresku dagblöðin Guardian og Daily Mirror greindu fyrst frá ferðalagi Cummings hjónanna. Flokksmenn Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt framferði hjónanna og kallað eftir afsögn Cummings. „Ef fréttaflutningurinn stenst þá virðist ráðgjafinn hafa brotið gegn sóttvarnareglum. Tilmæli yfirvalda voru mjög skýr, haldið ykkur heima og engin óþarfa ferðalög. Breska þjóðin getur ekki vænt þess að ein lög gangi yfir þjóðina og önnur yfir Dominic Cummings,“ er haft eftir einum af talsmönnum Verkamannaflokksins. BBC hefur greint frá því að Cummings hafi farið til Durham til þess að einangra sig í gestahúsi foreldra sinna svo að börn hans gætu verið þar í pössun. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins á þingi, Ian Blackford, sagði í viðtali við BBC Radio 4 að Cummings ætti að sjá sóma sinn í því að segja af sér. „Ef hann segir ekki upp ætti Boris Johnson að reka Cummings og það í dag. Þegar fyrirmælum yfirvalda er ekki framfylgt með þessum hætti ætti að búast við því að eitthvað yrði gert,“ sagði Blackford. Caring for your wife and child is not a crime https://t.co/YCXWhKTq28— Michael Gove (@michaelgove) May 23, 2020 BBC greinir frá því að Cummings telji sig ekki hafa brotið sóttvarnarreglur. Tveir starfsmenn bresku ríkisstjórnarinnar hafa þegar sagt upp störfum eftir að hafa brotið gegn sóttvarnarreglum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson stokkar upp í ríkisstjórn sinni og fjármálaráðherrann segir af sér Fjármálaráðherra Bretlands sagði af sér vegna kröfu Boris Johnson um að hann léti alla ráðgjafa sína fara. Meiriháttar uppstokkun varð á ríkisstjórn Johnson í morgun. 13. febrúar 2020 12:44 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Johnson stokkar upp í ríkisstjórn sinni og fjármálaráðherrann segir af sér Fjármálaráðherra Bretlands sagði af sér vegna kröfu Boris Johnson um að hann léti alla ráðgjafa sína fara. Meiriháttar uppstokkun varð á ríkisstjórn Johnson í morgun. 13. febrúar 2020 12:44