Herða takmörk um geislun frá snjallsímum fyrir 5G-væðingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 16:49 Ríki heims búa sig nú undir næstu kynslóð þráðlausra samskipta sem hefur verið nefnd 5G. Hún á að bjóða upp á stóraukinn hraða fyrir snjalltæki sem tengjast þráðlausri farnetstengingu sem jafnast á við ljósleiðaratengingu. Vísir/Getty Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi krabbameini eða öðrum sjúkdómum í mönnum en reglur um geislun frá snjallsímum verða engu að síður hertar aðeins samkvæmt nýjum alþjóðlegum reglum sem vísindamenn leggja til. Núverandi 5G-tæki eru nú þegar innan þeirra marka um geislun sem lögð eru til. Alþjóðageislavarnaráðið (ICNIRP) leggur nú til fyrstu uppfærsluna á reglum um styrk geislunar frá farsímaneti, þráðlausu neti og Bluetooth-tengingu frá árinu 1998. Það leggur til að reglur verði hertar aðeins áður en 5G-tæknin hefur innreið sína af fullum krafti. Nýju reglurnar hafa ekki áhrif á 5G-fjarskiptamöstur heldur snjallsímana sjálfa þegar þeir tengjast 5G-neti. Þeir snjallsímar sem þegar styðja 5G-tæknina eru sagðir senda frá sér geislun innan nýju markanna og sömuleiðis þeir símar sem framleiðendur eru með á teikniborðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þráðlausa fjarskiptatæknin sem kennd hefur verið við 5G skilar mun hraðari gagnaflutningum en eru mögulegir með eldri tækni. Hún er keyrð á hærri tíðni en núverandi kynslóð farsímasenda og er því skammdrægari. Vísindamenn ICNIRP hafa lagst yfir vísindarannsóknar á áhrifum rafsegulsviðs á heilsu manna undanfarin ár. Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi mönnum heilsuskaða. „Við höfum líka íhugað allar aðrar tegundir áhrifa, til dæmis hvort að útvarpsbylgjur geti leitt til myndunar krabbameins í mannslíkamanum. Við komumst að því að það eru ekki nægjanlegar vísindalegar sannanir til að álykta að slík áhrif séu til staðar,“ segir Eric van Rongen, formaður ICNIRP. 5G-farsímasendir í Kína. Fleiri slíka senda þarf en fyrir eldri kynslóðir fjarskiptatækni þar sem 5G-merkið er skammdrægara.Vísir/Getty Geislun langt innan leyfilegra marka Ýmsir hópar hafa haldið því gagnstæða fram og barist fyrir enn strangari reglum vegna 5G-tækninnar. Rannsóknir fjarskiptastofnunar Bretlands á 5G-farsímasendum leiddu í ljós að geislun væri langt innan leyfilegra marka. Þar sem geislunin mældist mest hafi hún aðeins náð 1,5% af leyfilegum mörkum. Áhyggjur af meintum skaðlegum áhrifum geislunar frá 5G-fjarskiptum eru meðal annars raktar til gallaðrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum sem átti að sýna að heili fólks yrði fyrir meiri geislun eftir því sem tíðni þráðlausa merkisins ykist. Sérfræðingar segja að áhrifin séu þveröfug. Útvarpsbylgjur verði þannig öruggari eftir því sem tíðni þeirra verður hærri, að því er sagði í umfjöllun New York Times í fyrra. Sjá einnig: Erfiðara gæti orðið að spá fyrir um lægðir vegna 5G-væðingar Veðurfræðingar hafa aftur á móti lýst áhyggjum af því því að merki frá 5G-farsímasendum geti truflað mælingar gervihnatta á vatnsgufu í lofthjúpi jarðar og þar með torveldað veðurathuganir og spár. Hafa samtök vísindamanna óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra áhyggna þegar yfirvöld úthluta tíðnisviði fyrir 5G-tæknina. Tækni Fjarskipti Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi krabbameini eða öðrum sjúkdómum í mönnum en reglur um geislun frá snjallsímum verða engu að síður hertar aðeins samkvæmt nýjum alþjóðlegum reglum sem vísindamenn leggja til. Núverandi 5G-tæki eru nú þegar innan þeirra marka um geislun sem lögð eru til. Alþjóðageislavarnaráðið (ICNIRP) leggur nú til fyrstu uppfærsluna á reglum um styrk geislunar frá farsímaneti, þráðlausu neti og Bluetooth-tengingu frá árinu 1998. Það leggur til að reglur verði hertar aðeins áður en 5G-tæknin hefur innreið sína af fullum krafti. Nýju reglurnar hafa ekki áhrif á 5G-fjarskiptamöstur heldur snjallsímana sjálfa þegar þeir tengjast 5G-neti. Þeir snjallsímar sem þegar styðja 5G-tæknina eru sagðir senda frá sér geislun innan nýju markanna og sömuleiðis þeir símar sem framleiðendur eru með á teikniborðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þráðlausa fjarskiptatæknin sem kennd hefur verið við 5G skilar mun hraðari gagnaflutningum en eru mögulegir með eldri tækni. Hún er keyrð á hærri tíðni en núverandi kynslóð farsímasenda og er því skammdrægari. Vísindamenn ICNIRP hafa lagst yfir vísindarannsóknar á áhrifum rafsegulsviðs á heilsu manna undanfarin ár. Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi mönnum heilsuskaða. „Við höfum líka íhugað allar aðrar tegundir áhrifa, til dæmis hvort að útvarpsbylgjur geti leitt til myndunar krabbameins í mannslíkamanum. Við komumst að því að það eru ekki nægjanlegar vísindalegar sannanir til að álykta að slík áhrif séu til staðar,“ segir Eric van Rongen, formaður ICNIRP. 5G-farsímasendir í Kína. Fleiri slíka senda þarf en fyrir eldri kynslóðir fjarskiptatækni þar sem 5G-merkið er skammdrægara.Vísir/Getty Geislun langt innan leyfilegra marka Ýmsir hópar hafa haldið því gagnstæða fram og barist fyrir enn strangari reglum vegna 5G-tækninnar. Rannsóknir fjarskiptastofnunar Bretlands á 5G-farsímasendum leiddu í ljós að geislun væri langt innan leyfilegra marka. Þar sem geislunin mældist mest hafi hún aðeins náð 1,5% af leyfilegum mörkum. Áhyggjur af meintum skaðlegum áhrifum geislunar frá 5G-fjarskiptum eru meðal annars raktar til gallaðrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum sem átti að sýna að heili fólks yrði fyrir meiri geislun eftir því sem tíðni þráðlausa merkisins ykist. Sérfræðingar segja að áhrifin séu þveröfug. Útvarpsbylgjur verði þannig öruggari eftir því sem tíðni þeirra verður hærri, að því er sagði í umfjöllun New York Times í fyrra. Sjá einnig: Erfiðara gæti orðið að spá fyrir um lægðir vegna 5G-væðingar Veðurfræðingar hafa aftur á móti lýst áhyggjum af því því að merki frá 5G-farsímasendum geti truflað mælingar gervihnatta á vatnsgufu í lofthjúpi jarðar og þar með torveldað veðurathuganir og spár. Hafa samtök vísindamanna óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra áhyggna þegar yfirvöld úthluta tíðnisviði fyrir 5G-tæknina.
Tækni Fjarskipti Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira