Herða takmörk um geislun frá snjallsímum fyrir 5G-væðingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 16:49 Ríki heims búa sig nú undir næstu kynslóð þráðlausra samskipta sem hefur verið nefnd 5G. Hún á að bjóða upp á stóraukinn hraða fyrir snjalltæki sem tengjast þráðlausri farnetstengingu sem jafnast á við ljósleiðaratengingu. Vísir/Getty Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi krabbameini eða öðrum sjúkdómum í mönnum en reglur um geislun frá snjallsímum verða engu að síður hertar aðeins samkvæmt nýjum alþjóðlegum reglum sem vísindamenn leggja til. Núverandi 5G-tæki eru nú þegar innan þeirra marka um geislun sem lögð eru til. Alþjóðageislavarnaráðið (ICNIRP) leggur nú til fyrstu uppfærsluna á reglum um styrk geislunar frá farsímaneti, þráðlausu neti og Bluetooth-tengingu frá árinu 1998. Það leggur til að reglur verði hertar aðeins áður en 5G-tæknin hefur innreið sína af fullum krafti. Nýju reglurnar hafa ekki áhrif á 5G-fjarskiptamöstur heldur snjallsímana sjálfa þegar þeir tengjast 5G-neti. Þeir snjallsímar sem þegar styðja 5G-tæknina eru sagðir senda frá sér geislun innan nýju markanna og sömuleiðis þeir símar sem framleiðendur eru með á teikniborðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þráðlausa fjarskiptatæknin sem kennd hefur verið við 5G skilar mun hraðari gagnaflutningum en eru mögulegir með eldri tækni. Hún er keyrð á hærri tíðni en núverandi kynslóð farsímasenda og er því skammdrægari. Vísindamenn ICNIRP hafa lagst yfir vísindarannsóknar á áhrifum rafsegulsviðs á heilsu manna undanfarin ár. Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi mönnum heilsuskaða. „Við höfum líka íhugað allar aðrar tegundir áhrifa, til dæmis hvort að útvarpsbylgjur geti leitt til myndunar krabbameins í mannslíkamanum. Við komumst að því að það eru ekki nægjanlegar vísindalegar sannanir til að álykta að slík áhrif séu til staðar,“ segir Eric van Rongen, formaður ICNIRP. 5G-farsímasendir í Kína. Fleiri slíka senda þarf en fyrir eldri kynslóðir fjarskiptatækni þar sem 5G-merkið er skammdrægara.Vísir/Getty Geislun langt innan leyfilegra marka Ýmsir hópar hafa haldið því gagnstæða fram og barist fyrir enn strangari reglum vegna 5G-tækninnar. Rannsóknir fjarskiptastofnunar Bretlands á 5G-farsímasendum leiddu í ljós að geislun væri langt innan leyfilegra marka. Þar sem geislunin mældist mest hafi hún aðeins náð 1,5% af leyfilegum mörkum. Áhyggjur af meintum skaðlegum áhrifum geislunar frá 5G-fjarskiptum eru meðal annars raktar til gallaðrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum sem átti að sýna að heili fólks yrði fyrir meiri geislun eftir því sem tíðni þráðlausa merkisins ykist. Sérfræðingar segja að áhrifin séu þveröfug. Útvarpsbylgjur verði þannig öruggari eftir því sem tíðni þeirra verður hærri, að því er sagði í umfjöllun New York Times í fyrra. Sjá einnig: Erfiðara gæti orðið að spá fyrir um lægðir vegna 5G-væðingar Veðurfræðingar hafa aftur á móti lýst áhyggjum af því því að merki frá 5G-farsímasendum geti truflað mælingar gervihnatta á vatnsgufu í lofthjúpi jarðar og þar með torveldað veðurathuganir og spár. Hafa samtök vísindamanna óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra áhyggna þegar yfirvöld úthluta tíðnisviði fyrir 5G-tæknina. Tækni Fjarskipti Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi krabbameini eða öðrum sjúkdómum í mönnum en reglur um geislun frá snjallsímum verða engu að síður hertar aðeins samkvæmt nýjum alþjóðlegum reglum sem vísindamenn leggja til. Núverandi 5G-tæki eru nú þegar innan þeirra marka um geislun sem lögð eru til. Alþjóðageislavarnaráðið (ICNIRP) leggur nú til fyrstu uppfærsluna á reglum um styrk geislunar frá farsímaneti, þráðlausu neti og Bluetooth-tengingu frá árinu 1998. Það leggur til að reglur verði hertar aðeins áður en 5G-tæknin hefur innreið sína af fullum krafti. Nýju reglurnar hafa ekki áhrif á 5G-fjarskiptamöstur heldur snjallsímana sjálfa þegar þeir tengjast 5G-neti. Þeir snjallsímar sem þegar styðja 5G-tæknina eru sagðir senda frá sér geislun innan nýju markanna og sömuleiðis þeir símar sem framleiðendur eru með á teikniborðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þráðlausa fjarskiptatæknin sem kennd hefur verið við 5G skilar mun hraðari gagnaflutningum en eru mögulegir með eldri tækni. Hún er keyrð á hærri tíðni en núverandi kynslóð farsímasenda og er því skammdrægari. Vísindamenn ICNIRP hafa lagst yfir vísindarannsóknar á áhrifum rafsegulsviðs á heilsu manna undanfarin ár. Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi mönnum heilsuskaða. „Við höfum líka íhugað allar aðrar tegundir áhrifa, til dæmis hvort að útvarpsbylgjur geti leitt til myndunar krabbameins í mannslíkamanum. Við komumst að því að það eru ekki nægjanlegar vísindalegar sannanir til að álykta að slík áhrif séu til staðar,“ segir Eric van Rongen, formaður ICNIRP. 5G-farsímasendir í Kína. Fleiri slíka senda þarf en fyrir eldri kynslóðir fjarskiptatækni þar sem 5G-merkið er skammdrægara.Vísir/Getty Geislun langt innan leyfilegra marka Ýmsir hópar hafa haldið því gagnstæða fram og barist fyrir enn strangari reglum vegna 5G-tækninnar. Rannsóknir fjarskiptastofnunar Bretlands á 5G-farsímasendum leiddu í ljós að geislun væri langt innan leyfilegra marka. Þar sem geislunin mældist mest hafi hún aðeins náð 1,5% af leyfilegum mörkum. Áhyggjur af meintum skaðlegum áhrifum geislunar frá 5G-fjarskiptum eru meðal annars raktar til gallaðrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum sem átti að sýna að heili fólks yrði fyrir meiri geislun eftir því sem tíðni þráðlausa merkisins ykist. Sérfræðingar segja að áhrifin séu þveröfug. Útvarpsbylgjur verði þannig öruggari eftir því sem tíðni þeirra verður hærri, að því er sagði í umfjöllun New York Times í fyrra. Sjá einnig: Erfiðara gæti orðið að spá fyrir um lægðir vegna 5G-væðingar Veðurfræðingar hafa aftur á móti lýst áhyggjum af því því að merki frá 5G-farsímasendum geti truflað mælingar gervihnatta á vatnsgufu í lofthjúpi jarðar og þar með torveldað veðurathuganir og spár. Hafa samtök vísindamanna óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra áhyggna þegar yfirvöld úthluta tíðnisviði fyrir 5G-tæknina.
Tækni Fjarskipti Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira