Tómas Ingi um aðalmarkvörð Breiðabliks: „Hann er líklega oft inn í reit“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 19:00 Anton Ari í leik með Val gegn Breiðablik á sínum tíma. Vísir/Eyþór Í upphitunarþætti Stöðvar 2 Sport fyrir Pepsi Max deild karla ræddu þeir Guðmundur Benediktsson, Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson um ákvörðun Breiðabliks að gefa það út að Anton Ari Einarsson, sem gekk í raðir félagsins síðasta haust frá Val, yrði óumdeildur aðalmarkvörður liðsins. Umræðuna má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson] tilkynnir að hann ætli ekki að samkeppni við Anton Ara um að vera markmaður númer eitt. Það var fréttatilkynning um að hann ætlaði að einbeita sér meira af því að vera þjálfari, má ég spyrja af hverju,“ sagði Gummi Ben og furðaði sig á því af hverju Breiðablik gaf þetta sérstaklega út. „Mér finnst þetta alveg fáránlegt útspil að segja þetta svona. Gulli á bara að keppa við hann og sá sem er betri á að spila en við vitum að Óskar Hrafn (Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Blika), vill hafa markmenn sem spila bolta betur frá sér. Anton á náttúrulega eftir að sýna okkur að hann ráði við þetta verkefni hjá Blikum,“ sagði Tómas Ingi, sérfræðingur þáttarins. „Við höfum séð Anton spila síðustu tímabil hjá Val og hann hefur aldrei virkað á mig sem einhver brassi í fótunum,“ sagði Gummi í kjölfarið áður en Tómas greip orðið. „Hann er líklega oft inní í reit,“ sagði hann Tómas og glotti við tönn. „Mér fannst hann oft vera í vandræðum í Valsliðinu og maður sá nokkra leiki þar sem hann var að tapa boltanum í öftustu línu eftir að vera að taka sénsa á að gera eitthvað sem honum leið ekkert sérstaklega vel með en ég er sammála Tomma með það að mér fannst þetta kjánaleg yfirlysing og það er eins og þetta sé eina staðan á vellinum þar sem það megi ekki vera samkeppni,“ sagði Reynir Leósson að lokum um málið. Spjall þeirra félaga má sjá í heild sinni í spilarnum hér að neðan. Klippa: Var það rétt hjá Blikum að lýsa yfir að Anton Ari væri markvörður númer eitt? Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Um nýjan þjálfara Blika: „Tók sveinsprófið með Gróttu en hann á meistaranámið eftir“ Umfjöllun um Pepsi Max deild karla fór af stað í gær. Var þar rætt um Breiðablik og nýjan þjálfara þess. 21. maí 2020 13:15 23 dagar í Pepsi Max: Hvaða félag verður fljótast að ná í næstu stjörnu á búninginn sinn? Sex íslensk karlafótboltalið mega vera með stjörnu á búningi sínum samkvæmt stöðluðum búningareglum fótboltaheimsins um meistarastjörnur en hvaða íslenska félag mun ná í næstu stjörnu? 21. maí 2020 12:00 Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Í upphitunarþætti Stöðvar 2 Sport fyrir Pepsi Max deild karla ræddu þeir Guðmundur Benediktsson, Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson um ákvörðun Breiðabliks að gefa það út að Anton Ari Einarsson, sem gekk í raðir félagsins síðasta haust frá Val, yrði óumdeildur aðalmarkvörður liðsins. Umræðuna má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Gulli [Gunnleifur Gunnleifsson] tilkynnir að hann ætli ekki að samkeppni við Anton Ara um að vera markmaður númer eitt. Það var fréttatilkynning um að hann ætlaði að einbeita sér meira af því að vera þjálfari, má ég spyrja af hverju,“ sagði Gummi Ben og furðaði sig á því af hverju Breiðablik gaf þetta sérstaklega út. „Mér finnst þetta alveg fáránlegt útspil að segja þetta svona. Gulli á bara að keppa við hann og sá sem er betri á að spila en við vitum að Óskar Hrafn (Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Blika), vill hafa markmenn sem spila bolta betur frá sér. Anton á náttúrulega eftir að sýna okkur að hann ráði við þetta verkefni hjá Blikum,“ sagði Tómas Ingi, sérfræðingur þáttarins. „Við höfum séð Anton spila síðustu tímabil hjá Val og hann hefur aldrei virkað á mig sem einhver brassi í fótunum,“ sagði Gummi í kjölfarið áður en Tómas greip orðið. „Hann er líklega oft inní í reit,“ sagði hann Tómas og glotti við tönn. „Mér fannst hann oft vera í vandræðum í Valsliðinu og maður sá nokkra leiki þar sem hann var að tapa boltanum í öftustu línu eftir að vera að taka sénsa á að gera eitthvað sem honum leið ekkert sérstaklega vel með en ég er sammála Tomma með það að mér fannst þetta kjánaleg yfirlysing og það er eins og þetta sé eina staðan á vellinum þar sem það megi ekki vera samkeppni,“ sagði Reynir Leósson að lokum um málið. Spjall þeirra félaga má sjá í heild sinni í spilarnum hér að neðan. Klippa: Var það rétt hjá Blikum að lýsa yfir að Anton Ari væri markvörður númer eitt?
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Um nýjan þjálfara Blika: „Tók sveinsprófið með Gróttu en hann á meistaranámið eftir“ Umfjöllun um Pepsi Max deild karla fór af stað í gær. Var þar rætt um Breiðablik og nýjan þjálfara þess. 21. maí 2020 13:15 23 dagar í Pepsi Max: Hvaða félag verður fljótast að ná í næstu stjörnu á búninginn sinn? Sex íslensk karlafótboltalið mega vera með stjörnu á búningi sínum samkvæmt stöðluðum búningareglum fótboltaheimsins um meistarastjörnur en hvaða íslenska félag mun ná í næstu stjörnu? 21. maí 2020 12:00 Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Um nýjan þjálfara Blika: „Tók sveinsprófið með Gróttu en hann á meistaranámið eftir“ Umfjöllun um Pepsi Max deild karla fór af stað í gær. Var þar rætt um Breiðablik og nýjan þjálfara þess. 21. maí 2020 13:15
23 dagar í Pepsi Max: Hvaða félag verður fljótast að ná í næstu stjörnu á búninginn sinn? Sex íslensk karlafótboltalið mega vera með stjörnu á búningi sínum samkvæmt stöðluðum búningareglum fótboltaheimsins um meistarastjörnur en hvaða íslenska félag mun ná í næstu stjörnu? 21. maí 2020 12:00
Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45