Íslenski boltinn

Úr ítölsku úrvalsdeildinni í FH | Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andrea Mist í leik með Þór/KA.
Andrea Mist í leik með Þór/KA. Vísir/Eyþór

Andrea Mist Pálsdóttir er gengin í raðir FH frá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Oribicia Calcio og mun leika með nýliðunum í Pepsi Max deildinni í sumar.

FH greindi frá þessu á Facebook síðu sinni í dag en þar kemur fram að Andra Mist muni leika með liðinu í sumar en óvíst er hversu langan samning hún gerir við félagið.

Andra gekk í raðir Oribicia Calcio í janúar síðastliðnum. Var það ekki í fyrsta skipti sem hún fór erlendis í janúar á síðasta ári gekk hún í raðir FFC Vorderland sem lék í austurrísku úrvalsdeildinni og lék þar fram að sumri.

Hún lék alla leiki Þór/KA í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð og þá varð hún Íslandsmeistari með liðinu sumarið 2017.

Alls á hin 22 ára Andrea 114 leiki í deild og bikar hér á landi. Þá hefur hún leikið þrjá landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt því að hafa verið í öllum yngri landsliðum.

FH liðið hefur styrkt sig duglega í vetur en landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir gekk í raðir liðsins síðasta haust.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.