Erlent

Fleiri en fimm milljónir stað­festra kórónu­veiru­smita

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hraðast fjölgar tilfellum í Suður-Ameríku að því er virðist.
Hraðast fjölgar tilfellum í Suður-Ameríku að því er virðist. Vísir/Vilhelm

Staðfest tilfelli kórónuveiru eru nú orðin fleiri en fimm milljónir í heiminum. Meira en ein og hálf milljón tilfella hafa greinst í Bandaríkjunum, rúmlega þrjú hundruð þúsund í Rússlandi og hátt í þrjú hundruð þúsund í Brasilíu.

Tilfellin á Bretlandi eru nærri orðin 250 þúsund talsins og um 230 þúsund bæði á Ítalíu og á Spáni. Nærri 330 þúsund manns hafa látist af sjúkdómnum þar af rúmlega 93 þúsund í Bandaríkjunum og 36 þúsund á Bretlandi.

Faraldurinn virðist nú breiðast hratt út í Suður-Ameríku þar sem tilfellum fjölgar mikið frá degi til dags. Í gær sögðu forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, frá því að stofnuninni hafi borist tilkynningar um rúmlega hundrað þúsund ný tilfelli á heimsvísu. Þau hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði í gær að tveir þriðju allra smitanna hafi greinst í einungis fjórum ríkjum og sagðist hann einnig hafa áhyggjur af fjölgun smitaðra í fátækari ríkjum heims.

Eins og bent er á í umfjöllun Guardian hefur dregið verulega úr fjölgun smita í Evrópu en það sama er ekki upp á teningnum í Suður-Ameríku. Þar fer smituðum hratt fjölgandi og er víða lítið skimað fyrir Covid-19.


Tengdar fréttir

Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári.

Öllum Covid-19 höftum aflétt í fangelsum landsins

Fangelsismálastofnun hefur ákveðið að aflétta öllum höftum vegna Covid-19 er gilt hafa í fangelsum landsins frá því er neyðarstigi var lýst yfir. Taka aðgerðirnar gildi mánudaginn 25. maí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×