Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir alþjóðlegri samstöðu við Afríkuríki Heimsljós 20. maí 2020 14:03 Ljósmynd frá Kamerún WFP/Glory Ndaka Milljónir íbúa Afríkuríkja gætu vegna COVID heimsfaraldursins lent í sárri fátækt, sagði í yfirlýsingu frá António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann kallaði eftir alþjóðlegri samstöðu um stuðning við ríki álfunnar. "Heimsfaraldurinn ógnar framförum í Afríku. Hættan er sú að hann auki á langvarandi misrétti og hungur, vannæringu og varnarleysi gagnvart sjúkdómum," sagði Guterres. Hann tók jafnframt fram að hann óskaði Afríku til hamingju með skjót viðbrögð við heimsfaraldrinum. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur enn sem komið er ekki verið í þeim mæli sem spár gerðu ráð fyrir og tölur um smit „lægri en óttast var,“ eins og Guterres orðaði það. Rúmlega 2500 hafa látist í álfunni af völdum COVID-19. „Afríkuríki ættu einnig að fá skjótan, jafnan og hagkvæman aðgang að hvers konar bóluefni og meðferðum,“ sagði hann og bætti við að heimsfaraldurinn væri enn á byrjunarstigi í Afríku og gæti stigmagnast hratt. Þá hvatti hann til alþjóðlegra aðgerða til að styrkja heilbrigðiskerfi í álfunni, viðhalda fæðubirgðum og forðast fjármálakreppur, styðja menntun, vernda störf og halda heimilum og fyrirtækjum á floti gegn tekjumissi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent
Milljónir íbúa Afríkuríkja gætu vegna COVID heimsfaraldursins lent í sárri fátækt, sagði í yfirlýsingu frá António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann kallaði eftir alþjóðlegri samstöðu um stuðning við ríki álfunnar. "Heimsfaraldurinn ógnar framförum í Afríku. Hættan er sú að hann auki á langvarandi misrétti og hungur, vannæringu og varnarleysi gagnvart sjúkdómum," sagði Guterres. Hann tók jafnframt fram að hann óskaði Afríku til hamingju með skjót viðbrögð við heimsfaraldrinum. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur enn sem komið er ekki verið í þeim mæli sem spár gerðu ráð fyrir og tölur um smit „lægri en óttast var,“ eins og Guterres orðaði það. Rúmlega 2500 hafa látist í álfunni af völdum COVID-19. „Afríkuríki ættu einnig að fá skjótan, jafnan og hagkvæman aðgang að hvers konar bóluefni og meðferðum,“ sagði hann og bætti við að heimsfaraldurinn væri enn á byrjunarstigi í Afríku og gæti stigmagnast hratt. Þá hvatti hann til alþjóðlegra aðgerða til að styrkja heilbrigðiskerfi í álfunni, viðhalda fæðubirgðum og forðast fjármálakreppur, styðja menntun, vernda störf og halda heimilum og fyrirtækjum á floti gegn tekjumissi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent