Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2020 16:44 Trump hefur farið mikinn um menn og málefni á Twitter í dag, eins og svo oft áður. Aðgerðir ríkja til að auðvelda fólki að nýta kosningarétt sinn í kórónuveirufaraldrinum er á meðal þess sem framkallaði bræði hans. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr hættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. Ekki kom fram í tveimur tístum Trump hvaða fjárveitingar hann myndi stöðva til Michigan og Nevada en forsetinn hefur oft haft í viðlíka hótunum án þess að fylgja þeim eftir, að sögn Washington Post. Mörg ríki Bandaríkjanna íhuga nú kosti fyrir kosningar í forvali stjórnmálaflokkanna og forseta- og þingkosningunum í haust til að takmarka hættu á kórónuveirusmitum. Á meðal þeirra kosta sem ríkin skoða er að auðvelda fólki að kjósa utan kjörfundar eða að senda inn atkvæði í pósti. Alríkisdómari í Texas úrskurðaði í vikunni að íbúar þar mættu senda atkvæði í pósti ef þeir óttuðust að mæta á kjörstað vegna faraldursins. Trump hefur hins vegar ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum án sérstaks rökstuðnings. Þá hefur hann vísað til þess að póstatkvæði skaði sigurlíkur repúblikana í kosningunum þrátt fyrir að fátt bendi til þess að það eigi við rök að styðjast. Hann greiddi sjálfur atkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída í mars. Fór rangt með það sem var gert í Michigan Reiði Trump virðist hafa blossað upp eftir að innanríkisráðherra Michigan kynnti áform um að senda 7,7 milljónum kjósenda í ríkinu umsóknir um utankjörfundaratkvæði fyrir forval þar í ágúst og forsetakosningarnar í nóvember. Ráðherrann sagði þetta gert til að tryggja að íbúar ríkisins þyrftu að velja á milli heilsu sinnar og kosningaréttar síns. Fór Trump ranglega með í tísti þar sem hann hótaði því að svipta Michigan fjárveitingum þegar hann fullyrti að kjósendum hefðu verið sendir utankjörfundaratkvæðaseðlar. „Þetta var gert ólöglega og án leyfis af svikulum innanríkisráðherra. Ég mun biðja um að fjárveitingar til Michigan verði stöðvaðar ef þeir vilja fara niður þessa kosningasvikabraut,“ tísti forsetinn sem beindi því meðal annars að fjármálaráðuneytinu á Twitter. Breaking: Michigan sends absentee ballots to 7.7 million people ahead of Primaries and the General Election. This was done illegally and without authorization by a rogue Secretary of State. I will ask to hold up funding to Michigan if they want to go down this Voter Fraud path!..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2020 Jocelyn Benson, innanríkisráðherra Michigan og demókrati, svaraði Trump og benti honum á að hún hefði sent út umsóknir, ekki atkvæðaseðla. „Alveg eins og kollegar mínir í Repúblikanaflokknum í Iowa, Georgíu, Nebraska og Vestur-Virginíu,“ tísti Benson. Hi! 👋🏼 I also have a name, it’s Jocelyn Benson. And we sent applications, not ballots. Just like my GOP colleagues in Iowa, Georgia, Nebraska and West Virginia. https://t.co/kBsu4nHvOy— Jocelyn Benson (@JocelynBenson) May 20, 2020 Skömmu eftir fyrra tístið beindi Trump reiði sinni að Nevada þar sem innanríkisráðherrann, sem er repúblikani, kynnti póstatkvæði til að bregðast við faraldrinum í mars. Hótaði forsetinn ríkinu sömuleiðis að stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar. Yfirvöld í Michigan glíma nú við mikil flóð eftir að tvær stíflur gáfu sig eftir metúrkomu. Setti Trump þá atburði í samhengi við pólitískan slag sinn við Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan og demókrata, um tilmæli um takmarkanir vegna faraldursins. Trump hefur hvatt íbúa ríkja til þess að sniðganga fyrirmæli ríkisstjóra og verið sérstaklega gagnrýninn á aðgerðir Whitmer. „Við höfum sent bestu teymi hersins og almannavarna þangað nú þegar. Ríkisstjórinn verður núna að „gefa ykkur frelsi“ til að hjálpa,“ tísti Trump sem hefur áður tíst um „frelsun Michigan“ í tengslum við takmarkanir vegna faraldursins. We have sent our best Military & @FEMA Teams, already there. Governor must now “set you free” to help. Will be with you soon! https://t.co/cuG1YacPdx— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2020 Uppfært 17:00 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Trump hefði sjálfur greitt póstatkvæði í þingkosningunum árið 2018. Það rétta er að hann greiddi atkvæði með pósti í forvali repúblikana á Flórída í mars. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr hættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári. Ekki kom fram í tveimur tístum Trump hvaða fjárveitingar hann myndi stöðva til Michigan og Nevada en forsetinn hefur oft haft í viðlíka hótunum án þess að fylgja þeim eftir, að sögn Washington Post. Mörg ríki Bandaríkjanna íhuga nú kosti fyrir kosningar í forvali stjórnmálaflokkanna og forseta- og þingkosningunum í haust til að takmarka hættu á kórónuveirusmitum. Á meðal þeirra kosta sem ríkin skoða er að auðvelda fólki að kjósa utan kjörfundar eða að senda inn atkvæði í pósti. Alríkisdómari í Texas úrskurðaði í vikunni að íbúar þar mættu senda atkvæði í pósti ef þeir óttuðust að mæta á kjörstað vegna faraldursins. Trump hefur hins vegar ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum án sérstaks rökstuðnings. Þá hefur hann vísað til þess að póstatkvæði skaði sigurlíkur repúblikana í kosningunum þrátt fyrir að fátt bendi til þess að það eigi við rök að styðjast. Hann greiddi sjálfur atkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída í mars. Fór rangt með það sem var gert í Michigan Reiði Trump virðist hafa blossað upp eftir að innanríkisráðherra Michigan kynnti áform um að senda 7,7 milljónum kjósenda í ríkinu umsóknir um utankjörfundaratkvæði fyrir forval þar í ágúst og forsetakosningarnar í nóvember. Ráðherrann sagði þetta gert til að tryggja að íbúar ríkisins þyrftu að velja á milli heilsu sinnar og kosningaréttar síns. Fór Trump ranglega með í tísti þar sem hann hótaði því að svipta Michigan fjárveitingum þegar hann fullyrti að kjósendum hefðu verið sendir utankjörfundaratkvæðaseðlar. „Þetta var gert ólöglega og án leyfis af svikulum innanríkisráðherra. Ég mun biðja um að fjárveitingar til Michigan verði stöðvaðar ef þeir vilja fara niður þessa kosningasvikabraut,“ tísti forsetinn sem beindi því meðal annars að fjármálaráðuneytinu á Twitter. Breaking: Michigan sends absentee ballots to 7.7 million people ahead of Primaries and the General Election. This was done illegally and without authorization by a rogue Secretary of State. I will ask to hold up funding to Michigan if they want to go down this Voter Fraud path!..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2020 Jocelyn Benson, innanríkisráðherra Michigan og demókrati, svaraði Trump og benti honum á að hún hefði sent út umsóknir, ekki atkvæðaseðla. „Alveg eins og kollegar mínir í Repúblikanaflokknum í Iowa, Georgíu, Nebraska og Vestur-Virginíu,“ tísti Benson. Hi! 👋🏼 I also have a name, it’s Jocelyn Benson. And we sent applications, not ballots. Just like my GOP colleagues in Iowa, Georgia, Nebraska and West Virginia. https://t.co/kBsu4nHvOy— Jocelyn Benson (@JocelynBenson) May 20, 2020 Skömmu eftir fyrra tístið beindi Trump reiði sinni að Nevada þar sem innanríkisráðherrann, sem er repúblikani, kynnti póstatkvæði til að bregðast við faraldrinum í mars. Hótaði forsetinn ríkinu sömuleiðis að stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar. Yfirvöld í Michigan glíma nú við mikil flóð eftir að tvær stíflur gáfu sig eftir metúrkomu. Setti Trump þá atburði í samhengi við pólitískan slag sinn við Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan og demókrata, um tilmæli um takmarkanir vegna faraldursins. Trump hefur hvatt íbúa ríkja til þess að sniðganga fyrirmæli ríkisstjóra og verið sérstaklega gagnrýninn á aðgerðir Whitmer. „Við höfum sent bestu teymi hersins og almannavarna þangað nú þegar. Ríkisstjórinn verður núna að „gefa ykkur frelsi“ til að hjálpa,“ tísti Trump sem hefur áður tíst um „frelsun Michigan“ í tengslum við takmarkanir vegna faraldursins. We have sent our best Military & @FEMA Teams, already there. Governor must now “set you free” to help. Will be with you soon! https://t.co/cuG1YacPdx— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2020 Uppfært 17:00 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Trump hefði sjálfur greitt póstatkvæði í þingkosningunum árið 2018. Það rétta er að hann greiddi atkvæði með pósti í forvali repúblikana á Flórída í mars.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira