Íslenski boltinn

Aron og Kristbjörg í hóp aðalstyrktaraðila Þórs

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eftir leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi.
Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir eftir leik Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi. VÍSIR/VILHELM

AK Pure Skin, fyrirtæki hjónanna Kristbjargar Jónasdóttur og Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða í fótbolta, er komið í hóp aðalstyrktaraðila knattspyrnudeildar Þórs á Akureyri.

Aron er Þórsari í húð og hár en hann hóf meistaraflokksferil sinn með Þór sumarið 2005. Þau Kristbjörg stofnuðu fyrirtækið AK Pure Skin snemma á síðasta ári en það er snyrtivörufyrirtæki. Stuðningur fyrirtækisins mun án efa koma sér vel fyrir Þórsara sem urðu í 6. sæti næstefstu deildar karla í fótbolta á síðasta sumri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.