Hinn átján ára gamli Gilmour átti næstum því fimmtíu fleiri heppnaðar sendingar en Gylfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 09:30 Billy Gilmour fékk frábæra dóma en það er ekki hægt að segja það sama um Gylfa Þór Sigurðsson. Samsett/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kom ekki vel út úr samanburðinum við Billy Gilmour í 4-0 skelli Everton á móti Chelsea á Stamford Bridge í gær. Billy Gilmour fékk frábæra dóma fyrir leik sinn á miðju Chelsea alveg eins og hann fékk í bikarsigrinum á Liverpool í síðustu viku. Það er óhætt að segja að þessi strákur hafi stimplað sig vel inn í sínum fyrstu leikjum fyrir aðallið Chelsea og það kepptust allir knattspyrnuspekingar við að hrósa honum í gær.Look at those stats from Billy Gilmour #MOTD2#CFCpic.twitter.com/3TBOxRIJ4h — Match of the Day (@BBCMOTD) March 8, 2020Gylfi Þór Sigurðsson fékk aftur á móti skelfilega dóma fyrir frammistöðu sína á miðju Everton og meðal annars falleinkunn hjá staðarblaðinu, Liverpool Echo. Gylfi hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og hefur ekki skorað fyrir Everton síðan um miðjan október. Gylfi er alls með eitt mark og tvær stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en síðasta stoðsendingin hans kom í leik á móti Watford 2. janúar. Gylfi hefur reyndar átt þátt í fleiri mörkum en Englendingar eru mjög harðir að taka stoðsendingar af leikmönnum hafi boltinn viðkomu í mótherja á leið sinn til samherja. Gylfi var með fyrirliðaband Everton liðsins á Stamford Bridge og það kallaði líka á enn meiri gagnrýni hjá stuðningsmönnum og öðrum þegar honum gekk illa að komast í boltann. Gylfi var aftur á móti langt frá því að vera eini leikmaður Everton sem átti slakan leik. Það er samt ótrúlegt að bera saman tölfræði Billy Gilmour og Gylfa Þórs Sigurðssonar í þessum leik en þeir voru báðir að spila inn á miðjunni. Þarna voru á ferðinni leikmaður í fyrsta byrjunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni og leikmaður sem var að spila sinn 273. leik í ensku úrvalsdeildinni.Man of the Match, @ChelseaFC’s Billy Gilmour 91 touches 74 completed passes 37 passes in opposition half 92.5% passing accuracy 1st PL start, aged 18 years & 271 days pic.twitter.com/dTmXdwec6g — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) March 8, 2020Hinn átján ára gamli Gilmour kom nefnilega næstum þrisvar sinnum oftar við boltann en Gylfi í þessum leik og átti næstum því 50 fleiri heppnaðar sendingar. Billy Gilmour kom 91 sinni við boltann á þessum 90 mínútur en Gylfi fékk boltann aðeins 34 sinnum. 93 prósent sendinga Gylfa heppnuðust vissulega en aðeins tíu þeirra voru fram á völlinn og aðeins tvær þeirra voru á síðasta þriðjungi vallarins. Gylfi átti alls 49 færri heppnaðar sendingar en Billy Gilmour í leiknum eða 25 á móti 74. Það er rosalegur munur þegar báðir leikmenn eru að spila á nánast sama stað á vellinum. Hér fyrir neðan má sjá meira um tölur þeirra Billy Gilmour og Gylfi í leiknum.What a performance from Billy Gilmour on his first Premier League start ?? He topped the rankings for distance covered (12.4km), successful passes (74) and passes in opposition half (37) Deserved Man of the Match pic.twitter.com/eu8mqDQLsW — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 8, 2020Gylfi Sigurdsson’s stats against Chelsea: Touches - 34 Attempted passes - 27 Successful passes - 25 Attempted forward passes - 10 Attempted attacking third passes - 2 Chances created - 0 Recoveries - 4 Attempted tackles - 2 Successful tackles - 0 Interceptions - 0#EFC#CHEEVE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 8, 2020 Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kom ekki vel út úr samanburðinum við Billy Gilmour í 4-0 skelli Everton á móti Chelsea á Stamford Bridge í gær. Billy Gilmour fékk frábæra dóma fyrir leik sinn á miðju Chelsea alveg eins og hann fékk í bikarsigrinum á Liverpool í síðustu viku. Það er óhætt að segja að þessi strákur hafi stimplað sig vel inn í sínum fyrstu leikjum fyrir aðallið Chelsea og það kepptust allir knattspyrnuspekingar við að hrósa honum í gær.Look at those stats from Billy Gilmour #MOTD2#CFCpic.twitter.com/3TBOxRIJ4h — Match of the Day (@BBCMOTD) March 8, 2020Gylfi Þór Sigurðsson fékk aftur á móti skelfilega dóma fyrir frammistöðu sína á miðju Everton og meðal annars falleinkunn hjá staðarblaðinu, Liverpool Echo. Gylfi hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og hefur ekki skorað fyrir Everton síðan um miðjan október. Gylfi er alls með eitt mark og tvær stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en síðasta stoðsendingin hans kom í leik á móti Watford 2. janúar. Gylfi hefur reyndar átt þátt í fleiri mörkum en Englendingar eru mjög harðir að taka stoðsendingar af leikmönnum hafi boltinn viðkomu í mótherja á leið sinn til samherja. Gylfi var með fyrirliðaband Everton liðsins á Stamford Bridge og það kallaði líka á enn meiri gagnrýni hjá stuðningsmönnum og öðrum þegar honum gekk illa að komast í boltann. Gylfi var aftur á móti langt frá því að vera eini leikmaður Everton sem átti slakan leik. Það er samt ótrúlegt að bera saman tölfræði Billy Gilmour og Gylfa Þórs Sigurðssonar í þessum leik en þeir voru báðir að spila inn á miðjunni. Þarna voru á ferðinni leikmaður í fyrsta byrjunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni og leikmaður sem var að spila sinn 273. leik í ensku úrvalsdeildinni.Man of the Match, @ChelseaFC’s Billy Gilmour 91 touches 74 completed passes 37 passes in opposition half 92.5% passing accuracy 1st PL start, aged 18 years & 271 days pic.twitter.com/dTmXdwec6g — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) March 8, 2020Hinn átján ára gamli Gilmour kom nefnilega næstum þrisvar sinnum oftar við boltann en Gylfi í þessum leik og átti næstum því 50 fleiri heppnaðar sendingar. Billy Gilmour kom 91 sinni við boltann á þessum 90 mínútur en Gylfi fékk boltann aðeins 34 sinnum. 93 prósent sendinga Gylfa heppnuðust vissulega en aðeins tíu þeirra voru fram á völlinn og aðeins tvær þeirra voru á síðasta þriðjungi vallarins. Gylfi átti alls 49 færri heppnaðar sendingar en Billy Gilmour í leiknum eða 25 á móti 74. Það er rosalegur munur þegar báðir leikmenn eru að spila á nánast sama stað á vellinum. Hér fyrir neðan má sjá meira um tölur þeirra Billy Gilmour og Gylfi í leiknum.What a performance from Billy Gilmour on his first Premier League start ?? He topped the rankings for distance covered (12.4km), successful passes (74) and passes in opposition half (37) Deserved Man of the Match pic.twitter.com/eu8mqDQLsW — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 8, 2020Gylfi Sigurdsson’s stats against Chelsea: Touches - 34 Attempted passes - 27 Successful passes - 25 Attempted forward passes - 10 Attempted attacking third passes - 2 Chances created - 0 Recoveries - 4 Attempted tackles - 2 Successful tackles - 0 Interceptions - 0#EFC#CHEEVE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 8, 2020
Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira