Hinn átján ára gamli Gilmour átti næstum því fimmtíu fleiri heppnaðar sendingar en Gylfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2020 09:30 Billy Gilmour fékk frábæra dóma en það er ekki hægt að segja það sama um Gylfa Þór Sigurðsson. Samsett/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kom ekki vel út úr samanburðinum við Billy Gilmour í 4-0 skelli Everton á móti Chelsea á Stamford Bridge í gær. Billy Gilmour fékk frábæra dóma fyrir leik sinn á miðju Chelsea alveg eins og hann fékk í bikarsigrinum á Liverpool í síðustu viku. Það er óhætt að segja að þessi strákur hafi stimplað sig vel inn í sínum fyrstu leikjum fyrir aðallið Chelsea og það kepptust allir knattspyrnuspekingar við að hrósa honum í gær.Look at those stats from Billy Gilmour #MOTD2#CFCpic.twitter.com/3TBOxRIJ4h — Match of the Day (@BBCMOTD) March 8, 2020Gylfi Þór Sigurðsson fékk aftur á móti skelfilega dóma fyrir frammistöðu sína á miðju Everton og meðal annars falleinkunn hjá staðarblaðinu, Liverpool Echo. Gylfi hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og hefur ekki skorað fyrir Everton síðan um miðjan október. Gylfi er alls með eitt mark og tvær stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en síðasta stoðsendingin hans kom í leik á móti Watford 2. janúar. Gylfi hefur reyndar átt þátt í fleiri mörkum en Englendingar eru mjög harðir að taka stoðsendingar af leikmönnum hafi boltinn viðkomu í mótherja á leið sinn til samherja. Gylfi var með fyrirliðaband Everton liðsins á Stamford Bridge og það kallaði líka á enn meiri gagnrýni hjá stuðningsmönnum og öðrum þegar honum gekk illa að komast í boltann. Gylfi var aftur á móti langt frá því að vera eini leikmaður Everton sem átti slakan leik. Það er samt ótrúlegt að bera saman tölfræði Billy Gilmour og Gylfa Þórs Sigurðssonar í þessum leik en þeir voru báðir að spila inn á miðjunni. Þarna voru á ferðinni leikmaður í fyrsta byrjunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni og leikmaður sem var að spila sinn 273. leik í ensku úrvalsdeildinni.Man of the Match, @ChelseaFC’s Billy Gilmour 91 touches 74 completed passes 37 passes in opposition half 92.5% passing accuracy 1st PL start, aged 18 years & 271 days pic.twitter.com/dTmXdwec6g — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) March 8, 2020Hinn átján ára gamli Gilmour kom nefnilega næstum þrisvar sinnum oftar við boltann en Gylfi í þessum leik og átti næstum því 50 fleiri heppnaðar sendingar. Billy Gilmour kom 91 sinni við boltann á þessum 90 mínútur en Gylfi fékk boltann aðeins 34 sinnum. 93 prósent sendinga Gylfa heppnuðust vissulega en aðeins tíu þeirra voru fram á völlinn og aðeins tvær þeirra voru á síðasta þriðjungi vallarins. Gylfi átti alls 49 færri heppnaðar sendingar en Billy Gilmour í leiknum eða 25 á móti 74. Það er rosalegur munur þegar báðir leikmenn eru að spila á nánast sama stað á vellinum. Hér fyrir neðan má sjá meira um tölur þeirra Billy Gilmour og Gylfi í leiknum.What a performance from Billy Gilmour on his first Premier League start ?? He topped the rankings for distance covered (12.4km), successful passes (74) and passes in opposition half (37) Deserved Man of the Match pic.twitter.com/eu8mqDQLsW — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 8, 2020Gylfi Sigurdsson’s stats against Chelsea: Touches - 34 Attempted passes - 27 Successful passes - 25 Attempted forward passes - 10 Attempted attacking third passes - 2 Chances created - 0 Recoveries - 4 Attempted tackles - 2 Successful tackles - 0 Interceptions - 0#EFC#CHEEVE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 8, 2020 Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson kom ekki vel út úr samanburðinum við Billy Gilmour í 4-0 skelli Everton á móti Chelsea á Stamford Bridge í gær. Billy Gilmour fékk frábæra dóma fyrir leik sinn á miðju Chelsea alveg eins og hann fékk í bikarsigrinum á Liverpool í síðustu viku. Það er óhætt að segja að þessi strákur hafi stimplað sig vel inn í sínum fyrstu leikjum fyrir aðallið Chelsea og það kepptust allir knattspyrnuspekingar við að hrósa honum í gær.Look at those stats from Billy Gilmour #MOTD2#CFCpic.twitter.com/3TBOxRIJ4h — Match of the Day (@BBCMOTD) March 8, 2020Gylfi Þór Sigurðsson fékk aftur á móti skelfilega dóma fyrir frammistöðu sína á miðju Everton og meðal annars falleinkunn hjá staðarblaðinu, Liverpool Echo. Gylfi hefur ekki fundið sig á þessu tímabili og hefur ekki skorað fyrir Everton síðan um miðjan október. Gylfi er alls með eitt mark og tvær stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en síðasta stoðsendingin hans kom í leik á móti Watford 2. janúar. Gylfi hefur reyndar átt þátt í fleiri mörkum en Englendingar eru mjög harðir að taka stoðsendingar af leikmönnum hafi boltinn viðkomu í mótherja á leið sinn til samherja. Gylfi var með fyrirliðaband Everton liðsins á Stamford Bridge og það kallaði líka á enn meiri gagnrýni hjá stuðningsmönnum og öðrum þegar honum gekk illa að komast í boltann. Gylfi var aftur á móti langt frá því að vera eini leikmaður Everton sem átti slakan leik. Það er samt ótrúlegt að bera saman tölfræði Billy Gilmour og Gylfa Þórs Sigurðssonar í þessum leik en þeir voru báðir að spila inn á miðjunni. Þarna voru á ferðinni leikmaður í fyrsta byrjunarleik sínum í ensku úrvalsdeildinni og leikmaður sem var að spila sinn 273. leik í ensku úrvalsdeildinni.Man of the Match, @ChelseaFC’s Billy Gilmour 91 touches 74 completed passes 37 passes in opposition half 92.5% passing accuracy 1st PL start, aged 18 years & 271 days pic.twitter.com/dTmXdwec6g — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) March 8, 2020Hinn átján ára gamli Gilmour kom nefnilega næstum þrisvar sinnum oftar við boltann en Gylfi í þessum leik og átti næstum því 50 fleiri heppnaðar sendingar. Billy Gilmour kom 91 sinni við boltann á þessum 90 mínútur en Gylfi fékk boltann aðeins 34 sinnum. 93 prósent sendinga Gylfa heppnuðust vissulega en aðeins tíu þeirra voru fram á völlinn og aðeins tvær þeirra voru á síðasta þriðjungi vallarins. Gylfi átti alls 49 færri heppnaðar sendingar en Billy Gilmour í leiknum eða 25 á móti 74. Það er rosalegur munur þegar báðir leikmenn eru að spila á nánast sama stað á vellinum. Hér fyrir neðan má sjá meira um tölur þeirra Billy Gilmour og Gylfi í leiknum.What a performance from Billy Gilmour on his first Premier League start ?? He topped the rankings for distance covered (12.4km), successful passes (74) and passes in opposition half (37) Deserved Man of the Match pic.twitter.com/eu8mqDQLsW — TEAMtalk (@TEAMtalk) March 8, 2020Gylfi Sigurdsson’s stats against Chelsea: Touches - 34 Attempted passes - 27 Successful passes - 25 Attempted forward passes - 10 Attempted attacking third passes - 2 Chances created - 0 Recoveries - 4 Attempted tackles - 2 Successful tackles - 0 Interceptions - 0#EFC#CHEEVE — EFC Statto (@EFC_Statto) March 8, 2020
Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira