Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 07:40 Frá ávarpi Obama til útskriftarárganga háskóla í gær. Vísir/AP Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er áfram gagnrýninn á viðbrögð Donalds Trump og ríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Hann segir marga embættismenn „ekki einu sinni þykjast vera við stjórnvölinn.“ Þetta sagði Obama í ávarpi sem hann flutti á netinu og beindist að þeim ungmennum sem nú útskrifast úr háskólum Bandaríkjanna. Útskriftir víða um heim hafa þurft að vera með öðruvísi sniði sökum þeirra reglna sem komið hefur verið á til þess að forða útbreiðslu kórónuveirunnar. Í ávarpinu sagði Obama að faraldurinn hefði varpað ljósi á annmarka í forystu landsins. „Meira en nokkuð annað hefur þessi heimsfaraldur algerlega og loksins svipt hulunni af þeirri hugmynd að margt af því fólki sem stjórnar viti hvað það er að gera. Margt þeirra er ekki einu sinni að þykjast vera við stjórnvölinn,“ sagði Obama. Þetta er í annað sinn á fáeinum dögum sem forsetinn fyrrverandi lét hörð gagnrýnisorð falla um stjórn Trumps og viðbrögð hennar við faraldrinum. Í síðustu viku lak innihald símafundar þar sem hann kallaði viðbrögð stjórnvalda „skipulagslaust stórslys.“ Ekkert ríki hefur staðfest fleiri tilfelli kórónuveirunnar en Bandaríkin. Rétt rúmlega ein og hálf milljón manna hefur greinst með veiruna. Þá hafa hvergi látist fleiri af völdum veirunnar en í Bandaríkjunum. Þar hafa rúmlega 90 þúsund látið lífið, þar af 1.218 síðasta heila sólarhringinn. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er áfram gagnrýninn á viðbrögð Donalds Trump og ríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Hann segir marga embættismenn „ekki einu sinni þykjast vera við stjórnvölinn.“ Þetta sagði Obama í ávarpi sem hann flutti á netinu og beindist að þeim ungmennum sem nú útskrifast úr háskólum Bandaríkjanna. Útskriftir víða um heim hafa þurft að vera með öðruvísi sniði sökum þeirra reglna sem komið hefur verið á til þess að forða útbreiðslu kórónuveirunnar. Í ávarpinu sagði Obama að faraldurinn hefði varpað ljósi á annmarka í forystu landsins. „Meira en nokkuð annað hefur þessi heimsfaraldur algerlega og loksins svipt hulunni af þeirri hugmynd að margt af því fólki sem stjórnar viti hvað það er að gera. Margt þeirra er ekki einu sinni að þykjast vera við stjórnvölinn,“ sagði Obama. Þetta er í annað sinn á fáeinum dögum sem forsetinn fyrrverandi lét hörð gagnrýnisorð falla um stjórn Trumps og viðbrögð hennar við faraldrinum. Í síðustu viku lak innihald símafundar þar sem hann kallaði viðbrögð stjórnvalda „skipulagslaust stórslys.“ Ekkert ríki hefur staðfest fleiri tilfelli kórónuveirunnar en Bandaríkin. Rétt rúmlega ein og hálf milljón manna hefur greinst með veiruna. Þá hafa hvergi látist fleiri af völdum veirunnar en í Bandaríkjunum. Þar hafa rúmlega 90 þúsund látið lífið, þar af 1.218 síðasta heila sólarhringinn.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira