Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 18:13 Loðnuvinnslan var á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem áttu aðild að málsókninni. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. Í tilkynningu frá félögunum fimm vísa þau í áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins á ríkissjóð og íslenskt samfélag um ákvörðun sína um að falla frá málsókninni. „Víðtæk samstaða og baráttuhugur hafa einkennt samfélagið síðustu vikur og mánuði. Nú verða allir að leggja lóð á vogarskálar. Af þessum sökum hafa undirrituð fimm sjávarútvegsfyrirtæki tekið þá ákvörðun að falla frá kröfum á hendur íslenska ríkinu vegna ágreinings um úthlutun aflaheimilda í makríl,“ segir í tilkynningunni. Huginn ehf. og Vinnslustöðin hf. eiga enn aðild að málsókninni á hendur ríkisins þar sem útgerðirnar kráfust 10,2 milljarða króna bóta. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að málið verði rætt á stjórnarfundi fyrirtækisins á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig í samtali við Vísi. Ekki náðist strax í Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra Hugins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skoraði á útgerðirnar að draga kröfur sínar til baka á Alþingi í gær. Segja fjártjónið ekki aðalatriði í málinu Bótakrafa útgerðanna kom fram í kjölfar tveggja Hæstaréttardóma í desember 2018 þar sem bótaskylda ríkisins var viðurkennd vegna fjártjóns sem Ísfélagið og Huginn ehf. töldu sig hafa orðið fyrir með því að fiskiskip þeirra hefðu á grundvelli reglugerða verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl árin 2011 til 2014 en skylt hafi verið samkvæmt lögum. Sjö útgerðarfélög höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna rangrar úthlutunar makrílkvóta frá 2011 til 2018. Kröfðust þau 10,2 milljarða króna úr ríkissjóði. Í tilkynningu útgerðanna fimm í dag segir þó að enn hafi ekki dæmt um hvert fjárhagslegt tjón þeirra var og hafna þær því að það hafi verið grundvallarþáttur í málinu. „Það sem mest er um vert, er að settum lögum sé fylgt og ábyrgð fylgi því þegar út af bregður. Það á við um fyrirtæki, einstaklinga og stjórnvöld. Þetta er einn grundvallarþáttur réttarríkis,“ segja félögin fimm. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Það var ýmislegt athyglisvert sem fór fram á Alþingi í dag þótt einungis tvö mál hafi verið á dagskrá. 14. apríl 2020 19:59 Bjarni segir að útgerðin sjálf muni borga reikninginn vegna makrílmálsins Fjármálaráðherra segir að reikningurinn verði ekki sendur á skattgreiðendur fari svo að útgerðin vinni málið á hendur ríkinu. 14. apríl 2020 15:17 Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. Í tilkynningu frá félögunum fimm vísa þau í áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins á ríkissjóð og íslenskt samfélag um ákvörðun sína um að falla frá málsókninni. „Víðtæk samstaða og baráttuhugur hafa einkennt samfélagið síðustu vikur og mánuði. Nú verða allir að leggja lóð á vogarskálar. Af þessum sökum hafa undirrituð fimm sjávarútvegsfyrirtæki tekið þá ákvörðun að falla frá kröfum á hendur íslenska ríkinu vegna ágreinings um úthlutun aflaheimilda í makríl,“ segir í tilkynningunni. Huginn ehf. og Vinnslustöðin hf. eiga enn aðild að málsókninni á hendur ríkisins þar sem útgerðirnar kráfust 10,2 milljarða króna bóta. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að málið verði rætt á stjórnarfundi fyrirtækisins á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig í samtali við Vísi. Ekki náðist strax í Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra Hugins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skoraði á útgerðirnar að draga kröfur sínar til baka á Alþingi í gær. Segja fjártjónið ekki aðalatriði í málinu Bótakrafa útgerðanna kom fram í kjölfar tveggja Hæstaréttardóma í desember 2018 þar sem bótaskylda ríkisins var viðurkennd vegna fjártjóns sem Ísfélagið og Huginn ehf. töldu sig hafa orðið fyrir með því að fiskiskip þeirra hefðu á grundvelli reglugerða verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl árin 2011 til 2014 en skylt hafi verið samkvæmt lögum. Sjö útgerðarfélög höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna rangrar úthlutunar makrílkvóta frá 2011 til 2018. Kröfðust þau 10,2 milljarða króna úr ríkissjóði. Í tilkynningu útgerðanna fimm í dag segir þó að enn hafi ekki dæmt um hvert fjárhagslegt tjón þeirra var og hafna þær því að það hafi verið grundvallarþáttur í málinu. „Það sem mest er um vert, er að settum lögum sé fylgt og ábyrgð fylgi því þegar út af bregður. Það á við um fyrirtæki, einstaklinga og stjórnvöld. Þetta er einn grundvallarþáttur réttarríkis,“ segja félögin fimm. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Það var ýmislegt athyglisvert sem fór fram á Alþingi í dag þótt einungis tvö mál hafi verið á dagskrá. 14. apríl 2020 19:59 Bjarni segir að útgerðin sjálf muni borga reikninginn vegna makrílmálsins Fjármálaráðherra segir að reikningurinn verði ekki sendur á skattgreiðendur fari svo að útgerðin vinni málið á hendur ríkinu. 14. apríl 2020 15:17 Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Það var ýmislegt athyglisvert sem fór fram á Alþingi í dag þótt einungis tvö mál hafi verið á dagskrá. 14. apríl 2020 19:59
Bjarni segir að útgerðin sjálf muni borga reikninginn vegna makrílmálsins Fjármálaráðherra segir að reikningurinn verði ekki sendur á skattgreiðendur fari svo að útgerðin vinni málið á hendur ríkinu. 14. apríl 2020 15:17
Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20
Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02
Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41