Innlent

Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins

Jakob Bjarnar skrifar
Katrín Jakobsdóttir talaði um mikilvægi samstöðu í samfélaginu og hún hafi verið til staðar, á flestum bæjum. Forsætisráðherra þá niður gleraugun og beindi máli sínu til útgerðarinnar og skoraði á hana að draga til baka ríflega tíu milljarða króna kröfu á hendur ríkinu vegna útlutunar á makrílkvóta.
Katrín Jakobsdóttir talaði um mikilvægi samstöðu í samfélaginu og hún hafi verið til staðar, á flestum bæjum. Forsætisráðherra þá niður gleraugun og beindi máli sínu til útgerðarinnar og skoraði á hana að draga til baka ríflega tíu milljarða króna kröfu á hendur ríkinu vegna útlutunar á makrílkvóta. visir/vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í ræðupúlti Alþingis nú fyrir stundu og lýsti yfir bæði furðu sinni og vonbrigðum með kröfur sem nokkur útgerðarfyrirtæki hafa sett fram á hendur ríkinu vegna makrílúthlutunar.

Þetta kom fram í ræðu Katrínar þar sem hún fór ítarlega yfir áhrif Covid-19 faraldursins og viðbrögð stjórnvalda; munnleg skýrsla forsætisráðherra. 

Katrín sagðist meðal annars vera afar ánægð með þá samstöðu sem ríkt hafi í samfélaginu við að takast á við þessa vá og allir hafi sýnt mikla og ríkulega samfélagslega ábyrgð. Eða, flestir.

„Þá verður maður líka reiður þegar fyrirtæki í sjávarútvegi gera kröfu á hendur ríkinu uppá ríflega tíu milljarða vegna makrílúthlutunar. Það er ekki góð leið til að efla samstöðu í þjóðfélaginu. Það er ekki góð leit til að vera á sama báti í gegnum þetta ferðalag sem við erum stödd í. Og þó ég telji að ríkið eigi góðan málstað í þessu máli, þá finnst mér eðlilegt að þessi fyrirtæki íhugi að draga þessar kröfur til baka,“ sagði Katrín.

Hún sagði að nú reyndi nefnilega á ábyrgð okkar allra, fram undan væru brattir tímar í efnahagslífinu.


Tengdar fréttir

Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá út­gerðunum

Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×