Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2020 19:59 Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir skort á samráði um aðgerðir á Alþingi í dag. Nýr þingmaður Viðreisnar tók sæti á þingi í fyrsta sinn. Þá segja ráðherrar að ríkið muni grípa til fullra varna gegn kröfum útgerðarfyrirtækja um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl en forsætisráðherra vill að fyrirtækin dragi kröfurnar til baka. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sór drengskaparheit að stjórnarskránni á Alþingi í dag en hún tekur við sæti af Þorsteini Víglundssyni sem hefur afsalað sér þingmennsku. Þetta var í fyrsta sinn í tæpar tvær vikur sem Alþingi kemur saman og voru tvö mál á dagskrá. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi í dag.Vísir/Friðrik Þór Forsætisráðherra flutti fyrst munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda vegna Covid-19 og fóru fram umræður um hana. Þá samþykkti þingið frumvarp um breytingar á lögum um framboð og kjör forseta Íslands sem heimilar þeim sem huga á framboð til forseta að safna meðmælum með framboði sínu með rafrænum hætt en ákvæðið er til bráðabirgða vegna kórónuveirufaraldursins. Kalla eftir auknu samráði um aðgerðir Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu margir á að andstaðan hafi til þessa stutt allar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir. Aftur á móti hafi engin tillaga stjórnarandstöðunnar verið samþykkt. „En ef mönnum er alvara með tali um mikilvægi þess að standa öll saman og að þingið vinni saman þá hljóti sú samstaða og sú samvinna að virka í báðar áttir. Ég vona að það verði breyting þar á og samstöðu og samvinnutalið birtist hér í þinginu í raun,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var meðal þeirra þingmanna stjórnarandstöðunnar sem kölluðu eftir auknu samráði á Alþingi í dag.Vísir/Arnar Halldórs Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ríkisstjórnin vill halda spilunum þétt að sjálfri sér og aðkoma stjórnarandstöðuflokka á að einskorðast við þinglega meðferð mála, hún kemur ekki að undirbúningi aðgerða,“ sagði Logi meðal annars. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kallaði jafnframt eftir auknu samráði við stjórnarandstöðuna. „Ég er að spyrja fyrir þá þúsundir kjósenda sem treystu mér og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar til þess að starfa á Alþingi, til þess að fylgjast með ríkisstjórn sem vinnur nú að mestu í lokuðum herberjum og vísar í lágmarks lýðræðislega ferla um nefndastarf til þess að skreyta sig stolnum fjöðrum samráðs. Það er ekki ásættanlegt forseti,“ sagði Þórhildur Sunna. Ráðherrar ómyrkir í máli um kröfur útgerðarfélaganna Krafa útgerðarfélaga á hendur ríkinu um bætur vegna úthlutunar heimilda til veiða á makríl barst einnig í tal í umræðum á Alþingi í dag. „Möguleg innbyrðis togstreita um aflaheimildir á milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Nú höfum við tekið til varna í þessu svokallaða makrílmáli. Við munum taka til fullra varna og ég hef reyndar bara góðar væntingar um að við munum hafa sigur í því máli. En ef svo ólíklega vill til að það mál fari ríkinu í óhag þá er það einfalt mál í mínum huga að reikningurinn vegna þess verður ekki sendur á skattgreiðendur. Reikningurinn vegna þess verður að koma frá greininni, það er bara svo einfalt,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 á Alþingi í dag.Vísir/Arnar Halldórs Katrín Jakobsdóttir tók í svipaðan streng og sagðist verða reið yfir framgangi fyrirtækjanna. „Þó að ég telji að ríkiðhafi góðan málstaðí þessu máli þá finnst mér eðlilegt að þessi fyrirtæki íhugi að draga þessar kröfur til baka,“ sagði Katrín. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir skort á samráði um aðgerðir á Alþingi í dag. Nýr þingmaður Viðreisnar tók sæti á þingi í fyrsta sinn. Þá segja ráðherrar að ríkið muni grípa til fullra varna gegn kröfum útgerðarfyrirtækja um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl en forsætisráðherra vill að fyrirtækin dragi kröfurnar til baka. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sór drengskaparheit að stjórnarskránni á Alþingi í dag en hún tekur við sæti af Þorsteini Víglundssyni sem hefur afsalað sér þingmennsku. Þetta var í fyrsta sinn í tæpar tvær vikur sem Alþingi kemur saman og voru tvö mál á dagskrá. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi í dag.Vísir/Friðrik Þór Forsætisráðherra flutti fyrst munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda vegna Covid-19 og fóru fram umræður um hana. Þá samþykkti þingið frumvarp um breytingar á lögum um framboð og kjör forseta Íslands sem heimilar þeim sem huga á framboð til forseta að safna meðmælum með framboði sínu með rafrænum hætt en ákvæðið er til bráðabirgða vegna kórónuveirufaraldursins. Kalla eftir auknu samráði um aðgerðir Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu margir á að andstaðan hafi til þessa stutt allar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir. Aftur á móti hafi engin tillaga stjórnarandstöðunnar verið samþykkt. „En ef mönnum er alvara með tali um mikilvægi þess að standa öll saman og að þingið vinni saman þá hljóti sú samstaða og sú samvinna að virka í báðar áttir. Ég vona að það verði breyting þar á og samstöðu og samvinnutalið birtist hér í þinginu í raun,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var meðal þeirra þingmanna stjórnarandstöðunnar sem kölluðu eftir auknu samráði á Alþingi í dag.Vísir/Arnar Halldórs Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar tók í svipaðan streng hvað þetta varðar. „Ríkisstjórnin vill halda spilunum þétt að sjálfri sér og aðkoma stjórnarandstöðuflokka á að einskorðast við þinglega meðferð mála, hún kemur ekki að undirbúningi aðgerða,“ sagði Logi meðal annars. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir kallaði jafnframt eftir auknu samráði við stjórnarandstöðuna. „Ég er að spyrja fyrir þá þúsundir kjósenda sem treystu mér og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar til þess að starfa á Alþingi, til þess að fylgjast með ríkisstjórn sem vinnur nú að mestu í lokuðum herberjum og vísar í lágmarks lýðræðislega ferla um nefndastarf til þess að skreyta sig stolnum fjöðrum samráðs. Það er ekki ásættanlegt forseti,“ sagði Þórhildur Sunna. Ráðherrar ómyrkir í máli um kröfur útgerðarfélaganna Krafa útgerðarfélaga á hendur ríkinu um bætur vegna úthlutunar heimilda til veiða á makríl barst einnig í tal í umræðum á Alþingi í dag. „Möguleg innbyrðis togstreita um aflaheimildir á milli útgerða verður ekki leyst á kostnað skattgreiðenda,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Nú höfum við tekið til varna í þessu svokallaða makrílmáli. Við munum taka til fullra varna og ég hef reyndar bara góðar væntingar um að við munum hafa sigur í því máli. En ef svo ólíklega vill til að það mál fari ríkinu í óhag þá er það einfalt mál í mínum huga að reikningurinn vegna þess verður ekki sendur á skattgreiðendur. Reikningurinn vegna þess verður að koma frá greininni, það er bara svo einfalt,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um aðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 á Alþingi í dag.Vísir/Arnar Halldórs Katrín Jakobsdóttir tók í svipaðan streng og sagðist verða reið yfir framgangi fyrirtækjanna. „Þó að ég telji að ríkiðhafi góðan málstaðí þessu máli þá finnst mér eðlilegt að þessi fyrirtæki íhugi að draga þessar kröfur til baka,“ sagði Katrín.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira