Innlent

Segir kröfur út­gerðar­fé­laga for­kastan­legar og dæmi um „fá­rán­lega græðgi“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm

Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir kröfur útgerðarfélaganna harðlega í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Þar segir hann kröfurnar forkastanlegar og „til dæmis um fáránlega græðgi og óbilgirni.“

Upplýsingar um kröfur útgerðarfélaganna komu fram í svörum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar, um málið sem birtar voru í gær.

Fjölmiðlum voru ekki afhentar stefnur útgerðanna þar sem ríkislögmaður neitaði að afhenda þær. Úrskurðanefnd um upplýsingamál úrskurðaði þó nýlega að Kjarninn og Viðskiptablaðið skyldu fá stefnurnar afhentar en þær voru ekki búnar að berast fyrir helgi. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið.

„Þessar útgerðir verða dæmdar af verkum sínum, ef þær ætla að halda því til streitu að sælast eftir 10-15 milljörðum úr ríkissjóði (þegar vextir eru taldir með) í eigin vasa, í þeirri stöðu sem við nú erum í þar sem við þurfum hverja krónu til að komast saman í gegnum erfitt efnahagsástand,“ skrifar Kolbeinn. Hann bendir einnig á í færslunni að dómur Hæstaréttar hafi ekki fjallað um að umrædd úthlutun hafi verið ósanngjörn, aðeins að hún hefði átt heima í lögum en ekki reglugerð.


Tengdar fréttir

Þing­maðurinn og ó­boðni nætur­gesturinn

"Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×