Aron fastur inni í níu vikur: „Mjög ljúft að komast út að æfa“ Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 19:00 Aron Bjarnason er í sóttkví í Hlíðahverfinu en fer að losna úr henni og getur brátt byrjað að spila fótbolta. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það verður mjög ljúft að komast út að æfa,“ segir Aron Bjarnason sem eftir sjö vikur í útgöngubanni í Ungverjalandi og tvær vikur í sóttkví hér á landi getur byrjað að æfa með sínu nýja liði Val á mánudaginn. Þessi 24 ára gamli knattspyrnumaður kom til Vals að lán frá Újpest í Ungverjalandi, eftir að hafa farið frá Breiðabliki um mitt sumar í fyrra. Þjálfari Újpest virðist hafa misst trú á Aroni eftir því sem leið á tímabilið og hann virðist ekki sjá fyrir sér að spila meira fyrir hann, en Aron lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði í vetur. „Fyrir áramót var maður að koma sér inn í þetta. Ég fékk alveg tækifæri en náði kannski ekki að stimpla mig nægilega vel inn. Ég hefði kannski viljað fá örlítið meiri séns en svona er þetta. Eftir áramót tók þjálfarinn mig alveg út úr þessu. Það eru smávonbrigði en það þýðir ekki að spá meira í þessu,“ segir Aron í Sportinu í dag. „Ég fór og tók spjallið við þjálfarann eftir að hann tók mig út úr hóp í tvo leiki. Hann mat það bara þannig að hann hefði gefið mér nægilega mörg tækifæri og vildi treysta öðrum,“ segir Aron, sem fór því að líta í kringum sig. Valur sýndi mikinn áhuga en Breiðablik ekki „Ég ætlaði bara að skoða mína möguleika, hvort sem það yrði úti eða heima. Síðan skellur þetta [kórónuveirufaraldurinn] á og ég áttaði mig á að það væri ekki verið að sækjast eftir mér annars staðar en hér heima. Valur hafði líka mikinn áhuga og þá var þetta bara gefið,“ segir Aron. Hann lék frábærlega með Breiðabliki í fyrra en Blikar höfðu ekki samband við hann nú: „Ég fór ekkert í viðræður við þá, hvort sem að það var því þeir áttu erfitt með að sækja nýja leikmenn eða hvað,“ segir Aron og kveðst ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið símtal úr Kópavoginum: „Nei, svo sem ekki. Valsararnir heyrðu í mér um leið og þeir sáu að ég væri ekki að spila úti og höfðu mikinn áhuga. Breiðablik er með mjög góðan hóp, og ég var ekkert svekktur yfir þessu. Ég er bara mjög spenntur.“ Klippa: Sportið í dag - Aron um komuna til Vals Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16 „Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
„Það verður mjög ljúft að komast út að æfa,“ segir Aron Bjarnason sem eftir sjö vikur í útgöngubanni í Ungverjalandi og tvær vikur í sóttkví hér á landi getur byrjað að æfa með sínu nýja liði Val á mánudaginn. Þessi 24 ára gamli knattspyrnumaður kom til Vals að lán frá Újpest í Ungverjalandi, eftir að hafa farið frá Breiðabliki um mitt sumar í fyrra. Þjálfari Újpest virðist hafa misst trú á Aroni eftir því sem leið á tímabilið og hann virðist ekki sjá fyrir sér að spila meira fyrir hann, en Aron lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði í vetur. „Fyrir áramót var maður að koma sér inn í þetta. Ég fékk alveg tækifæri en náði kannski ekki að stimpla mig nægilega vel inn. Ég hefði kannski viljað fá örlítið meiri séns en svona er þetta. Eftir áramót tók þjálfarinn mig alveg út úr þessu. Það eru smávonbrigði en það þýðir ekki að spá meira í þessu,“ segir Aron í Sportinu í dag. „Ég fór og tók spjallið við þjálfarann eftir að hann tók mig út úr hóp í tvo leiki. Hann mat það bara þannig að hann hefði gefið mér nægilega mörg tækifæri og vildi treysta öðrum,“ segir Aron, sem fór því að líta í kringum sig. Valur sýndi mikinn áhuga en Breiðablik ekki „Ég ætlaði bara að skoða mína möguleika, hvort sem það yrði úti eða heima. Síðan skellur þetta [kórónuveirufaraldurinn] á og ég áttaði mig á að það væri ekki verið að sækjast eftir mér annars staðar en hér heima. Valur hafði líka mikinn áhuga og þá var þetta bara gefið,“ segir Aron. Hann lék frábærlega með Breiðabliki í fyrra en Blikar höfðu ekki samband við hann nú: „Ég fór ekkert í viðræður við þá, hvort sem að það var því þeir áttu erfitt með að sækja nýja leikmenn eða hvað,“ segir Aron og kveðst ekki svekktur yfir því að hafa ekki fengið símtal úr Kópavoginum: „Nei, svo sem ekki. Valsararnir heyrðu í mér um leið og þeir sáu að ég væri ekki að spila úti og höfðu mikinn áhuga. Breiðablik er með mjög góðan hóp, og ég var ekkert svekktur yfir þessu. Ég er bara mjög spenntur.“ Klippa: Sportið í dag - Aron um komuna til Vals Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Valur Sportið í dag Tengdar fréttir Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16 „Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Sjá meira
Aron Bjarnason leikur með Val í sumar Vængmaðurinn knái Aron Bjarnason mun leika með Val í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. 2. maí 2020 19:16
„Þetta gæti pirrað leikmenn“ Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason er á leið úr atvinnumennsku í Ungverjalandi til Vals. Gestir Gumma Ben í Sportinu í kvöld segja slíkt vandmeðfarið í ljósi þess að leikmenn Vals hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirukrísunnar, en telja þó að það valdi ekki vandræðum. 29. apríl 2020 23:00