Nú sé ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til WHO Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. apríl 2020 07:48 Antonio Guterres hefur gagnrýnt framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. EPA „Nú er ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.“ Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í nótt þar sem hann gagnrýnir framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. Í gærkvöldi tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að hann hefði stöðvað fjárframlög Bandaríkjanna til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, að minnsta kosti tímabundið. Hann sakaði stofnunina um að draga taum Kínverja og um að hafa brugðist grundvallarskyldu sinni. Þarf að fylkja sér á bakvið WHO Guterres sagði að það væri hans einlæga sannfæring að heimsbyggðin þyrfti að fylkja sér á bakvið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og styðja við hana, sérstaklega á tímum sem þessum. Hún sé nauðsynleg í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Guterres sagði að á fordæmislausum tímum kórónuveiru hefðu ríki heims lesið mismunandi í sömu staðreyndir og þannig mögulega brugðist við með mismunandi hætti. Ekki stöðva framlög til mannúðarsamtaka Hann sagði að þegar við hefðum loksins náð að sigrast á veirunni yrðu ríki heims að líta um öxl til að skilja til fullnustu hvernig veirunni var gert mögulegt að breiðast svona hratt út um heimsbyggðina á skömmum tíma. Lærdómurinn sem hægt verður að draga af því hvernig tekið var á faraldri kórónuveiru verður ómissandi til að unnt sé að kljást við vandamál af svipaðri stærðargráðu sem kunna að dúkka upp í framtíðinni. „En sá tími er ekki kominn,“ sagði Guterres. Þá benti hann á að nú væri heldur ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til mannúðarsamtaka sem berjast gegn kórónuveirufaraldrinum. Nú sé tími einingar og samstöðu. „Nú er kominn tími til að alþjóðasamfélagið vinni saman að lausnum við kórónuveirunni og katastrófunni sem hún veldur.“ Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Sjá meira
„Nú er ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.“ Þetta sagði Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í nótt þar sem hann gagnrýnir framferði Bandaríkjaforseta án þess þó að nefna hann sérstaklega á nafn. Í gærkvöldi tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að hann hefði stöðvað fjárframlög Bandaríkjanna til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, að minnsta kosti tímabundið. Hann sakaði stofnunina um að draga taum Kínverja og um að hafa brugðist grundvallarskyldu sinni. Þarf að fylkja sér á bakvið WHO Guterres sagði að það væri hans einlæga sannfæring að heimsbyggðin þyrfti að fylkja sér á bakvið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og styðja við hana, sérstaklega á tímum sem þessum. Hún sé nauðsynleg í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Guterres sagði að á fordæmislausum tímum kórónuveiru hefðu ríki heims lesið mismunandi í sömu staðreyndir og þannig mögulega brugðist við með mismunandi hætti. Ekki stöðva framlög til mannúðarsamtaka Hann sagði að þegar við hefðum loksins náð að sigrast á veirunni yrðu ríki heims að líta um öxl til að skilja til fullnustu hvernig veirunni var gert mögulegt að breiðast svona hratt út um heimsbyggðina á skömmum tíma. Lærdómurinn sem hægt verður að draga af því hvernig tekið var á faraldri kórónuveiru verður ómissandi til að unnt sé að kljást við vandamál af svipaðri stærðargráðu sem kunna að dúkka upp í framtíðinni. „En sá tími er ekki kominn,“ sagði Guterres. Þá benti hann á að nú væri heldur ekki tíminn til að draga úr fjárframlögum til mannúðarsamtaka sem berjast gegn kórónuveirufaraldrinum. Nú sé tími einingar og samstöðu. „Nú er kominn tími til að alþjóðasamfélagið vinni saman að lausnum við kórónuveirunni og katastrófunni sem hún veldur.“
Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Sjá meira