Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2020 18:30 Frá Hong Kong þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna faraldursins. Vísir/Getty Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af Wuhan-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif í Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu. Í dag hófst nýtt ár í Kína en faraldurinn sem nú geisar þar í landi hefur varpað skugga á hátíðarhöld í stórborgum. Rúmlega 830 eru smitaðir af þessari alvarlegu lungnasýkingu í Kína sem á uppruna sinn í Wuhan-borg. Hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Wuhan ásamt nærliggjandi borgum. Það hefur einnig verið gert í Peking sem og borginni Hong Kong þar sem fimm hafa veikst af veirunni. Fréttamaðurinn Nadine Guðrún Yaghi er stödd í Hong Kong. Hún segir ástandið hafa snögg breyst þar eftir að neyðarástandinu var lýst yfir. „Fólk er talsvert meira vart um sig. Það eru eiginlega allir með grímur. Síðustu tvo til þrjá daga höfum við reynt að nálgast svona grímur í apótekum og búðum. Þær hafa allar verið uppseldar. Þangað til í dag, þá virðast þeir hafa fengið einhverjar nýjar sendingar og ég er allavega komin með grímu,“ segir Nadine. Íbúar Hong Kong eru afar áhyggjufullir, sér í lagi í ljósi SARS-veirunnar sem varð um 300 manns að bana í borginni árið 2003. „Og fólk hefur ekki almennilega náð sér eftir það. Þess vegna held ég að Hong Kong búar séu með óhug og líður ekkert sérstaklega vel í þessu ástandi,“ segir Nadine. Fólk er hvatt til að vera ekki á fjölförnum stöðum. „Það er vissulega dálítið óhugnalegt að vera hérna á þessum tímum. Þetta er hins vegar ekki að aftra okkur af því sem við viljum gera, eða langflest, og við erum að njóta frísins mjög vel.“ Þrettán tilfelli hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af Wuhan-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif í Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu. Í dag hófst nýtt ár í Kína en faraldurinn sem nú geisar þar í landi hefur varpað skugga á hátíðarhöld í stórborgum. Rúmlega 830 eru smitaðir af þessari alvarlegu lungnasýkingu í Kína sem á uppruna sinn í Wuhan-borg. Hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Wuhan ásamt nærliggjandi borgum. Það hefur einnig verið gert í Peking sem og borginni Hong Kong þar sem fimm hafa veikst af veirunni. Fréttamaðurinn Nadine Guðrún Yaghi er stödd í Hong Kong. Hún segir ástandið hafa snögg breyst þar eftir að neyðarástandinu var lýst yfir. „Fólk er talsvert meira vart um sig. Það eru eiginlega allir með grímur. Síðustu tvo til þrjá daga höfum við reynt að nálgast svona grímur í apótekum og búðum. Þær hafa allar verið uppseldar. Þangað til í dag, þá virðast þeir hafa fengið einhverjar nýjar sendingar og ég er allavega komin með grímu,“ segir Nadine. Íbúar Hong Kong eru afar áhyggjufullir, sér í lagi í ljósi SARS-veirunnar sem varð um 300 manns að bana í borginni árið 2003. „Og fólk hefur ekki almennilega náð sér eftir það. Þess vegna held ég að Hong Kong búar séu með óhug og líður ekkert sérstaklega vel í þessu ástandi,“ segir Nadine. Fólk er hvatt til að vera ekki á fjölförnum stöðum. „Það er vissulega dálítið óhugnalegt að vera hérna á þessum tímum. Þetta er hins vegar ekki að aftra okkur af því sem við viljum gera, eða langflest, og við erum að njóta frísins mjög vel.“ Þrettán tilfelli hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira