Trump lofaði Pútín í hástert Atli ísleifsson skrifar 8. september 2016 08:27 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump var ekki spar á lofsyrðin í garð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á fundi sem sýndur var á NBC í gærkvöldi. Þar komu þau saman, hann og Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Þau stóðu á sviði, sitt í hvoru lagi og svöruðu spurningum frá fyrrverandi hermönnum í salnum en ekki var um eiginlegar kappræður á milli þeirra að ræða. Trump hefur áður lofað Pútín, og á fundinum í gær sagði hann meðal annars að rússneski forsetinn væri mun meiri leiðtogi en Barack Obama hafi verið síðustu árin. Þá bætti hann við að Pútín væri afar vinsæll heima fyrir, sem hlyti að segja eitthvað um hann auk þess sem hann hefði góða stjórn á landi sínu, eins og hann orðaði það. Hillary hét því á fundinum að senda aldrei bandaríska landgönguliða til Sýrlands. Hún fékk einnig nokkrar spurningar varðandi tölvupóstlekann. Sagði hún það hafa verið mistök hvernig hún hafi tekið á málum. Hún sagðist hafa mikla reynslu af því að fara með trúnaðargögn og að enginn tölvupóstanna hafi fallið undir þá skilgreiningu. Frambjóðendurnir voru mest spurðir um öryggismál, hernaðarmál og málefni uppgjafahermanna. Trump sagðist meðal annars vera með áætlun um hvernig skuli berja niður ISIS-samtökin, en hann vildi þó ekki greina frá henni þar sem að óvinurinn mætti ekki komast að þeim fyrirætlunum. Fyrstu opinberu eiginlegu kappræður þeirra Trump og Hillary munu fara fram í New York þann 26. september næstkomandi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Donald Trump var ekki spar á lofsyrðin í garð Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á fundi sem sýndur var á NBC í gærkvöldi. Þar komu þau saman, hann og Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Þau stóðu á sviði, sitt í hvoru lagi og svöruðu spurningum frá fyrrverandi hermönnum í salnum en ekki var um eiginlegar kappræður á milli þeirra að ræða. Trump hefur áður lofað Pútín, og á fundinum í gær sagði hann meðal annars að rússneski forsetinn væri mun meiri leiðtogi en Barack Obama hafi verið síðustu árin. Þá bætti hann við að Pútín væri afar vinsæll heima fyrir, sem hlyti að segja eitthvað um hann auk þess sem hann hefði góða stjórn á landi sínu, eins og hann orðaði það. Hillary hét því á fundinum að senda aldrei bandaríska landgönguliða til Sýrlands. Hún fékk einnig nokkrar spurningar varðandi tölvupóstlekann. Sagði hún það hafa verið mistök hvernig hún hafi tekið á málum. Hún sagðist hafa mikla reynslu af því að fara með trúnaðargögn og að enginn tölvupóstanna hafi fallið undir þá skilgreiningu. Frambjóðendurnir voru mest spurðir um öryggismál, hernaðarmál og málefni uppgjafahermanna. Trump sagðist meðal annars vera með áætlun um hvernig skuli berja niður ISIS-samtökin, en hann vildi þó ekki greina frá henni þar sem að óvinurinn mætti ekki komast að þeim fyrirætlunum. Fyrstu opinberu eiginlegu kappræður þeirra Trump og Hillary munu fara fram í New York þann 26. september næstkomandi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira