Erlent

Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla

Andri Eysteinsson skrifar
Virginia Giuffre, konan sem hefur sakað Andrés prins um að nauðga sér þrisvar sinnum þegar hún var 17 ára.
Virginia Giuffre, konan sem hefur sakað Andrés prins um að nauðga sér þrisvar sinnum þegar hún var 17 ára. vísir/getty
Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, segir sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. Í þættinum, sem ber heitið Prinsinn og Epstein-hneykslið. (e. The Prince and the Epstein Scandal), er talið að frekari tengsl Andrésar og Jeffrey Epstein komi upp á yfirborðið.

Unnið hefur verið að gerð þáttarins, sem mun fjalla um tengsl Andrésar við Epstein-hneykslið, mánuðum saman og verður þátturinn lengri en vaninn er. Blaðamenn Panorama ræddu við Guiffre í nóvember, áður en að prinsinn mætti sjálfur í frægt viðtal hjá Newsnight.

Prinsinn þótt hafa komist afar illa frá viðtalinu við Newsnight og var um fátt annað rætt í breskum fjölmiðlum eftir sýningu viðtalsins. Var því líkt meðal annars við bílslys og stórslys. Prinsinn sagðist þó sjálfur sáttur við viðtalið og stóð við það.

Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnar


Í viðtalinu ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað Virginiu Guiffre árin 2001 og 2002 en þá var hún aðeins 17 ára gömul.

Í viðtalinu sem birtast mun á morgun, sem er það fyrsta sem Guiffre veitir breskum fjölmiðli, mun Guiffre ræða Epstein og prinsinn. Í stuttu myndbroti sem birt hefur verið segir Guiffre. „Þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Hann veit hvað gerðist, ég veit hvað gerðist. Það er bara annað okkar að segja satt frá.



Þar sem að viðtalið við Guiffre var tekið upp áður en viðtalið við prinsinn birtist mun hún ekki svara orðum Andrésar. Andrés sagði við Newsnight að hann hafi ekki nauðgað Guiffre þar sem að hann hafi verið á veitingastaðnum Pizza Express í Woking daginn sem hún segir atburðinn hafa gerst.

BBC segir að í þættinum muni nýjar upplýsingar um Epstein líta dagsins ljós og verður einnig fjallað um þátt Ghislaine Maxwell i hneykslinu. Ekki hefur spurst til Maxwell mánuðum saman en það var á heimili hennar sem mynd var tekin af Andrési og Virginiu Guiffre.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×