Hættan á kjarnorkusprengingu ekki meiri síðan í Kalda stríðinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2017 18:30 Frá kjarnorkutilraunum Bandaríkjamanna í Kyrrahafi árið 1958. Vísir/Getty Hættan á kjarnorkusprengingu, hvort sem það er af ásettu ráði eða fyrir mistök, hefur ekki verið meiri síðan í Kalda stríðinu, sem lauk fyrir um 26 árum, og er það ekki síst vegna þessa að fjarað hefur undan sambandi ríkja sem búa yfir kjarnavopnum. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem Afvopnunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Institute for Disarmament Research eða UNIDIR) birti á dögunum. Það er mat stofnunarinnar að heimsbyggðin hafi „alla burði til hamfara“ eins og það er orðað í skýrslunni. „Hættan á að kjarnavopna springi árið 2017 hefur ekki verið meiri í 26 ár eða allt frá falli Sovétríkjanna,“ segja rannsakendahópurinn sem samanstendur af virtum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði afvopnunar. Ógnarjafnvægið hefur verið, og er í raun enn, eitt af hryggjastykkjunum í varnarmálaáætlunum margra stærstu herríkja heims. Níu ríki; Kína, Bretland, Bandaríkin, Indland, Pakistan, Frakkland, Norður-Kórea, Ísrael og Rússland búa yfir alls 15 þúsund kjarnavopnum og ekkert lát virðist á fjárútlátum til áframhaldandi þróunar vopnanna. Stirt samband Bandaríkjanna og Rússlands er ein helsta ástæðan fyrir niðurstöðum skýrslunnar að sögn rannsakendanna. „Endurkoma Kalda stríðslegs viðhorfs ríkjanna hefur grafið undan alþjóðasamstarfi og trausti alþjóðasamfélagsins,“ segja rannsakendurnar sem telja lausnina þó ekki felast í því að Bandaríkin minnki kjarnorkuvopnabúr sitt. „Ef Bandaríkin veikja stöðu sína gæti það orðið til þess að ýta undir framsækni annarra ríkja í þróun kjarnavopna. Ógnarjafnvægið virkar - allt þangað til að það hættir að virka, sú hætta er alltaf til staðar og þegar heppnin er úti verða afleiðingarnar hörmulegar,“ segir í skýrslunni sem nálgast má hér. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Hættan á kjarnorkusprengingu, hvort sem það er af ásettu ráði eða fyrir mistök, hefur ekki verið meiri síðan í Kalda stríðinu, sem lauk fyrir um 26 árum, og er það ekki síst vegna þessa að fjarað hefur undan sambandi ríkja sem búa yfir kjarnavopnum. Þetta eru niðurstöður skýrslu sem Afvopnunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Institute for Disarmament Research eða UNIDIR) birti á dögunum. Það er mat stofnunarinnar að heimsbyggðin hafi „alla burði til hamfara“ eins og það er orðað í skýrslunni. „Hættan á að kjarnavopna springi árið 2017 hefur ekki verið meiri í 26 ár eða allt frá falli Sovétríkjanna,“ segja rannsakendahópurinn sem samanstendur af virtum fræðimönnum og sérfræðingum á sviði afvopnunar. Ógnarjafnvægið hefur verið, og er í raun enn, eitt af hryggjastykkjunum í varnarmálaáætlunum margra stærstu herríkja heims. Níu ríki; Kína, Bretland, Bandaríkin, Indland, Pakistan, Frakkland, Norður-Kórea, Ísrael og Rússland búa yfir alls 15 þúsund kjarnavopnum og ekkert lát virðist á fjárútlátum til áframhaldandi þróunar vopnanna. Stirt samband Bandaríkjanna og Rússlands er ein helsta ástæðan fyrir niðurstöðum skýrslunnar að sögn rannsakendanna. „Endurkoma Kalda stríðslegs viðhorfs ríkjanna hefur grafið undan alþjóðasamstarfi og trausti alþjóðasamfélagsins,“ segja rannsakendurnar sem telja lausnina þó ekki felast í því að Bandaríkin minnki kjarnorkuvopnabúr sitt. „Ef Bandaríkin veikja stöðu sína gæti það orðið til þess að ýta undir framsækni annarra ríkja í þróun kjarnavopna. Ógnarjafnvægið virkar - allt þangað til að það hættir að virka, sú hætta er alltaf til staðar og þegar heppnin er úti verða afleiðingarnar hörmulegar,“ segir í skýrslunni sem nálgast má hér.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira