Enski boltinn

Botnliðið í ensku úrvalsdeildinni bætir við sig leikmanni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sinani í baráttu við Bernardo Silva.
Sinani í baráttu við Bernardo Silva. vísir/getty

Enska úrvalsdeildarliðið Norwich City hefur gengið frá kaupum á Danel Sinani sem kemur frá Dudelange í Lúxemborg.

Norwich vermir botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar níu umferðum er ólokið en sökum ástandsins í heiminum er alls óvíst hvort, og þá hvenær, deildarkeppnin verður kláruð.

Sinani gerir þriggja ára samning við Norwich en hann er 23 ára gamall og hefur leikið 21 A-landsleik fyrir Lúxemborg sem eru ekki hátt skrifaðir í evrópskum fótbolta.

Fari svo að Norwich spili í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð gæti Sinani orðið fyrsti leikmaðurinn frá Lúxemborg til að spila í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×