Erlent

Lýsa yfir vopnahléi í Jemen

Andri Eysteinsson skrifar
Grafreitur í Sanaa, höfuðborg Jemen. Talið er að rúmlega 100.000 manns hafi fallið í borgarastríðinu þar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Grafreitur í Sanaa, höfuðborg Jemen. Talið er að rúmlega 100.000 manns hafi fallið í borgarastríðinu þar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA

Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu.

BBC greinir frá því að vopnahléið hefjist í dag, fimmtudag, og sé til stuðnings áformum Sameinuðu þjóðanna sem stefnt hafa að því að binda enda á stríðið sem hófst í mars 2015 og hefur því staðið yfir í meira en fimm ár.

Aðalritar Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, kallaði eftir því í síðasta mánuði að stríðandi öfl í Jemen legðu niður vopn sín og einbeittu sér í staðin að stríðinu við kórónuveiruna.

Sameinuðu þjóðirnar hafa áður gert tilraunir til að koma á frið í landinu en um er að ræða fyrstu áformin um allsherjar vopnahlé í Jemen. Þó er enn ekki ljóst hvort að sveitir Húta muni ganga að samkomulagi og leggja niður vopn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×